Heimahelgistund frá Lindakirkju

29. mars 2020

Heimahelgistund frá Lindakirkju

Lindakirkja er vegleg nútímakirkjubygging - mynd: hag

Nú kemur kirkjan aftur heim til fólks í stofu eða hvar sem það er statt – enda er kirkjan alls staðar.

Í dag verður streymt helgistund sem fram fer í Lindakirkju kl. 17.00.

Sóknarpresturnn sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sér um stundina og flytur hugvekju.

Kórsystkinin úr Kór Lindakirkju, Arnar Dór Hannesson, Guðrún Óla Jónsdóttir, og Áslaug Helga Hálfdánardóttir syngja ásamt Óskari Einarssyni, tónlistarstjóra sem spilar á píanó og Páll Elvar Pálsson plokkar bassann.

Heimahelgistundinni er streymt hér gegnum visir.is                                  

Margir söfnuðir hafa sent helgistundir út á Facebókar-síðum og heimasíðum kirkna. Prestar hafa víða haft forgöngu um þetta, sungið og leikið á hljóðfæri. Söfnðuðir hafa einnig tekið sig saman um guðsþjónustuhald og sent út eins og í morgun en þá var útsending frá sameiginlegri guðsþjónustu í Akureyrarkirkju, Glerárkirkju og Svalbarðskirkju. Prestar voru þeir sr. Sindri Geir Óskarsson og sr. Gunnar Einar Steingrímsson. Tónlist var í höndum þeirra Petru Bjarkar Pálsdóttur, sem söng sálminn Í bljúgri bæn, og Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur og Margrétar Árnadóttur sem fluttu Ave Maríur eftir Sigurð Bjarnason og Sigvalda Kaldalóns. Þessa sameiginlegu guðsþjónustu safnaðanna má sjá hér.

Eflaust eiga fleiri söfnuðir eftir að fara þessa nýju boðunarleið og streyma fagnaðaerindinu meða kirkjunar eru lokaðar. Og jafnvel síðar, hver veit. Úrvalið er nú þegar gott og á eftir að aukast. 

En það merkilega hefur gerst að lokaðar kirkjur vegna samkomubanns hafa opnað upp á gátt með tilkomu streymisins! 

Og útvarpsmessa sunnudagsins var frá Áskirkju, og á hana má hlýða hér. Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur, þjónaði fyrir altari, en Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni, prédikaði. Við orgelið var Bjartur Logi Guðnason en kór Áskirkju söng.  

hsh


  • Fjölmiðlar

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Stafholtskirkja - mynd: Guðmundur Karl Einarsson
03
jún.

Þau sóttu um Stafholt

Umsóknarfrestur rann út 2. júní
Frá guðsþjónustunni í Breiðholtskirkju
02
jún.

Guðsþjónusta á farsi

Í fyrsta sinn á Íslandi
Einbeittir klerkar í Laugarnesinu - Arngrímur Sigmarsson tók myndina
01
jún.

Í Laugarnesinu

Og altaristaflan?