Helgihald innanhúss

8. apríl 2020

Helgihald innanhúss

Dómkirkjan í Reykjavík segir: Horfðu og hlustaðu heima!

Kirkjan.is bendir á að á ferðalagi landsmanna innanhúss nú um stundir er gott að tylla sér niður á milli áfangastaða og hlusta á messur og helgistundir í sjónvarpi og útvarpi - og flestar í beinni útsendingu! Dagskráin er að vanda fjölbreytt og vönduð. 

Útvarpsmessa verður frá Langholtskirkju 9. apríl, skírdag kl. 11.00. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Magnús Ragnarsson. Kór Langholtskirkju syngur.

Föstudaginn langa, 10. apríl, verður útvarpað frá guðsþjónustu í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti og kórstjóri: Björn Steinar Sólbergsson. Kór: Schola Cantorum. Einsöngvari: Hildigunnur Einarsdóttir.

Sameiginleg stund þjóðarinnar Kyrrðarstund með biskupi Íslands, verður sjónvarpað frá Háskólakapellunni 10. apríl, föstudaginn langa, kl.17.00. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir flytur ávarp í upphafi stundarinnar og leiðir hana svo. Þau sem taka til máls eru: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, og Joanna Marcinkowska, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, og flytur hún sitt mál á pólsku. Þá verður margvísleg tónlist flutt við þessa stund. Kyrrðarstundin er textuð á síðu 888 í textavarpinu.

Á páskadag, 12. apríl, verður sjónvarpað og útvarpað guðsþjónustu frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 11.00. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Organisti: Kári Þormar og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur.

Þau fyrir norðan standa vaktina líka Sjónvarpsstöðin N4 verður með guðsþjónustu í beinni útsendingu á páskadag, 12. apríl, kl. 14.00. Guðsþjónustan er tekin upp í Akureyrarkirkju en myndskot koma frá öðrum kirkjum. Þrjár konur prédika við guðsþjónustuna, þær: sr. Hildur Eir Bolladóttir, sr. Jóhanna Gísladóttir, og sr. Stefanía Steinsdóttir. Prédikunarefnið: Þrjár konur komu að gröfinni á páskadagsmorgni – þrenn lífsgildi komu að gröf Jesú á páskadagsmorgni: Kærleikur, umhyggja, hugrekki. Sr. Svavar Alfreð Jónsson, þjónar fyrir altari. Sr. Sindri Geir Óskarsson og sr. Gunnar Einar Steingrímsson, þjóna líka í guðsþjónustunni. Um ritningarlestra sér Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni. Meðhjálpari er Aníta Jónsdóttir.

Og tónlistin er í höndum margra listamanna, kórinn Hymnodía syngur og einsöngvari er Margrét Árnadóttir Organistar: Valmar Väljaot, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Eyþór Ingi.

Kirkjan.is bendir jafnframt á að margir söfnuðir verða með streymi á helgihaldi um bænadaga og páska á heimasíðum kirkna sinna sem og á Facebókarsíðum. Enda heldur kirkjan sig innanhúss að þessu sinni og vonast til þess að landsmenn geri það líka; og tekur hjartanlega undir með þeim Ölmu landlækni og Þórólfi sóttvarnalækni að efla skuli lýðheilsu og sálarfrið!

Góða ferð!

hsh

 


  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Bústaðakirkju

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall