Þjónustulok Skírnis Garðarssonar

13. apríl 2020

Þjónustulok Skírnis Garðarssonar

20. apríl 2020

Prestar gegna afar sérstöku hlutverki þegar kemur að trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum. Það er eðli starfsins að vera hlustandi þegar hugur, sál og hjarta þurfa að tala um sín innstu mál.

Erfiðleikar og gleðistundir - sorg og sigrar eru allt kaflar í lífi mannsins. Presturinn hlustar, leiðbeinir, samgleðst og aðstoðar og gengur veginn fram með skjólstæðingi sínum.

Í ljósi þessa er trúnaðarskylda presta hornsteinn í sambandi þeirra við sóknarbörn og aðra skjólstæðinga.

Rjúfi prestur þessa trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs - og siðareglur presta.

Hafa ber í huga að hverjum presti ber að tilkynna öll saknæm mál er varða börn og ungmenni til þar til bærra yfirvalda. Að öllu öðru leiti geymir prestur lífsögu manna hjá sjálfum sér, virðir trúnaðarskyldu sína og köllun.

Sr. Skírnir Garðarsson hefur starfað sem héraðsprestur frá árinu 2016. Í viðtali við Vísi.is þann 11. apríl greindi Skírnir frá viðkvæmum málefnum sóknarbarns, frá þeim tíma sem hann starfaði sem prestur við Lágafellssókn. Með viðtalinu rauf Skírnir trúnaðarskyldu presta og braut starfs - og siðareglur.

Sr. Skírnir Garðarson hefur lokið þjónustu fyrir íslensku þjóðkirkjuna.


  • Biskup

  • Starf

  • Biskup

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.