Þau sóttu um Stafholt

3. júní 2020

Þau sóttu um Stafholt

Stafholtskirkja - mynd: Guðmundur Karl Einarsson

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru starf sóknarprests í Stafholtsprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi, laust til umsóknar. 

Í Stafholtsprestakalli eru þrjár sóknir, þ.e. Hvammsókn, Norðtungusókn og Stafholtssókn, hver með sína sóknarkirkju.

Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 2. júní.       

        Þau sóttu um starfið

        Sr. Anna Eiríksdóttir
        Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir
        Edda Hlíf Hlífarsdóttir, mag. theol.
        Guðrún Eggertsdóttir, mag. theol.
        Sigurður Már Hannesson, mag. theol.
        Snævar Jón Andrésson, mag. theol.
        Sr. Sveinn Alfreðsson
        Sr. Ursula Árnadóttir

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. starfsreglna um val og veitingu prestsembætta. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Kjörnefnd Stafholtsprestakalls kýs sóknarprest úr hópi umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar, sbr. „Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta“, og biskup Íslands ræður svo í starfið. 

hsh

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Starf

  • Trúin

  • Biskup

Ólafsfjarðarkirkja - mynd: Sigurður Herlufsen
08
júl.

Tvær sóttu um Ólafsfjörð

Umsóknarfrestur rann út 7. júlí
Margt fólk gengur í hjónaband þegar blómin anga og sumarsólin skín
08
júl.

Skilyrði rýmkuð

Drengskaparvottorð í stað fæðingarvottorðs
Húsavíkurkirkja - mynd: Sigurður Herlufsen
07
júl.

Þrjár sóttu um Húsavík

Umsóknarfrestur rann út 6. júlí