Breiðabólsstaðarprestakall laust

26. júní 2020

Breiðabólsstaðarprestakall laust

Breiðabólsstaðarkirkja í Fljótshlíð - Myndina tók sr. Sigurður Ægisson

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Breiðabólsstaðarprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Prestakallið
Í Breiðabólsstaðarprestakalli eru fimm sóknir, Stórólfshvolssókn, Breiðabólsstaðarsókn, Hlíðarendasókn, Akureyjarsókn og Krosssókn.
Í prestakallinu eru fimm kirkjur og ein kapella.
Heildarfjöldi íbúa eru 1.629.
Prestakallinu fylgir prestssetrið Breiðabólsstaður. Presti er skylt að hafa þar aðsetur og lögheimili. Sú skylda er gild frá þeim tíma að honum er afhent prestssetrið.
Áskilinn er réttur til að fresta afhendingu prestsbústaðarins allt til 1. október 2020.
Kjósi fráfarandi sóknarprestur að sitja Breiðabólsstað til fardaga að vori 2021, verður úttekt frestað til þess tíma. Þá breytist einnig framangreindur fyrirvari um afhendingu prestsbústaðarins til viðtakandi sóknarprests til 1. október 2021.
Gengið er út frá því að samkomulag verði gert við viðtakandi prest um húsnæðismál þangað til prestsbústaðurinn verður afhentur

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. Starfsreglna um val og veitingu prestsembætta.Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Kjörnefnd Breiðabólsstaðarprestakalls kýs sóknarprest úr hópi umsækjenda, sbr. Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta.

Áskilinn er réttur til að skilgreina viðbótarskyldur við prófastsdæmið, sem og við Þjóðkirkjuna – biskupsstofu og aðra kirkjulega aðila.

Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall án fækkunar presta. Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing er varða m.a. Breiðabólsstaðarprestakall og sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Vakin er athygli á breyttri réttarstöðu starfsmanna kirkjunnar, þar með talið presta, sbr. viðbótarsamning íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar frá 6. september 2019. Samningurinn hefur í för með sér breytingar á 22. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en í umræddri grein voru biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar tilgreindir sem embættismenn ríkisins. Eftir breytinguna teljast þessir aðilar vera almennir starfsmenn Þjóðkirkjunnar – Biskupsstofu.

Nánari upplýsingar, t.d. um starfskjör, helstu reglur og skyldur varðandi starfið, eru veittar hjá sr. Halldóru J. Þorvarðardóttur, prófasti Suðurprófastsdæmis, s. 862 6585 og hjá Þjóðkirkjunni - Biskupsstofu, s. 528 4000.

Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudagsins 13. júlí 2020.

Sjá nánar hér.

hsh


  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Trúin

  • Auglýsing

Bjalla kirkjuþings

Nýjung á kirkjuþingi

14. ágú. 2020
Fundir hefjast 10. september
Ísafjarðarkirkja - þar í sókn voru gjaldendur 1.687 á síðasta ári. Ísafjarðarsókn er stærsta sóknin í Vestfarðarprófastsdæmi og þar er líka minnsta sóknin með einn gjaldanda.

Tölur og aftur tölur

13. ágú. 2020
...stærra samhengið
Árni Hinrik Hjartarson, sóknarnefndarformaður Kirkjuvogssóknar

Fólkið í kirkjunni: Þorpið hógværa

12. ágú. 2020
Prúð kirkja suður með sjó