Reykholt umvafið sígildum tónum

25. júlí 2020

Reykholt umvafið sígildum tónum

Altari Reykholtskirkju

Það er alltaf mikill menningarviðburður þegar Reykholtshátíð er sett. Hátíðin hófst í gær og lýkur síðdegis á morgun.

Dagskrá Reykholtshátiðar er jafnan metnaðarfull og leitast við að tefla fram tónlistarfólki í fremstu röð.

Opnunartónleikar hátíðarinnar voru í gærkvöldi og tókust einstaklega vel. Þar voru þeir feðgar á ferð, Kristinn Sigmundsson og Jóhann Kristinsson. Hægt verður að hlýða á kórkonsert Hljómeykis í dag kl. 16.00 en honum stjórnar Þorvaldur Örn Davíðsson. Þá verður kammerkonsert í kvöld kl. 20.00 og lokakonsert hátíðarinnar verður kl. 16.00 á morgun, sunnudag.

Tónleikarnir fara fram í Reykholtskirkju en hljómburður í henni er einstaklega góður.

Á Reykholtshátíð er jafnan fluttur áhugaverður fyrirlestur í Snorrastofu en af óviðráðanlegum ástæðum er hann felldur niður þetta árið.

Umsjónarmaður hátíðarinnar er Sigurgeir Agnarsson, sellóleikari.

Þetta er 25ta Reykholtshátíðin og er hún jafnan haldin síðustu helgina í júlímánuði.

Á morgun fagnar Reykholtssöfnuður kirkjudegi sínum með hátíðarguðsþjónustu kl. 14.00.

Kirkjan.is hvetur öll þau sem eiga leið um Borgarfjarðarhérað í dag og á morgun að staldra við í Reykholti. Þar í hlaði er kristni, saga, menning og listir. Er hægt að bjóða betur?

hsh


Hér má hlusta á Hljómeyki syngja á Reykholtshátíð 2018, stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir


  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall