Elsti og yngsti

13. september 2020

Elsti og yngsti

Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir og Kjartan Sigurjónsson

Á kirkjuþingi á fólk sæti sem kemur úr ýmsum áttum. Af öllum sviðum þjóðlífsins. Vígðir þjónar eru þar í minnihluta - leikmenn í meirihluta.

Og svo er fólk á öllum aldri.

Elsti kirkjuþingsmaðurinn er rúmlega áttræður. Það er Kjartan Sigurjónsson, organisti og fyrrum formaður Organistafélagsins. Maður sem er margreyndur í kirkjumálum. Hann er fulltrúi fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, 2. kjördæmi leikra. 

Yngsti kirkjuþingsmaðurinn er sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur í Hofsprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi, og er fulltrúi fyrir Hólakjördæmi, 3. kjördæmi vígðra. Hún er rúmlega þrítug að aldri.

Þannig skilur hálf öld á milli þeirra – en bæði hafa ýmsu að miðla sem nýtist kirkju vel.

Kirkjuþing er spegill mannlífsins, speglar aldur og þjóðlífið. 

hsh





  • Leikmenn

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall