Elsti og yngsti

13. september 2020

Elsti og yngsti

Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir og Kjartan Sigurjónsson

Á kirkjuþingi á fólk sæti sem kemur úr ýmsum áttum. Af öllum sviðum þjóðlífsins. Vígðir þjónar eru þar í minnihluta - leikmenn í meirihluta.

Og svo er fólk á öllum aldri.

Elsti kirkjuþingsmaðurinn er rúmlega áttræður. Það er Kjartan Sigurjónsson, organisti og fyrrum formaður Organistafélagsins. Maður sem er margreyndur í kirkjumálum. Hann er fulltrúi fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, 2. kjördæmi leikra. 

Yngsti kirkjuþingsmaðurinn er sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur í Hofsprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi, og er fulltrúi fyrir Hólakjördæmi, 3. kjördæmi vígðra. Hún er rúmlega þrítug að aldri.

Þannig skilur hálf öld á milli þeirra – en bæði hafa ýmsu að miðla sem nýtist kirkju vel.

Kirkjuþing er spegill mannlífsins, speglar aldur og þjóðlífið. 

hsh





  • Leikmenn

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

Tónleikar.png - mynd

Kristnir flóttamenn frá NAGORNO KARABAKH

12. nóv. 2025
STYRKTARTÓNLEIKAR fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30 - 21:30 í Dómkirkjunni
Kirkjuklukka.jpg - mynd

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti

07. nóv. 2025
...dagur gegn einelti 8. nóvember