Bak við tjöldin

15. september 2020

Bak við tjöldin

Daníel Máni Davíðsson og Hermann Björn Erlingsson sáu um tæknimálin á kirkjuþingi á Grand Hotel Reykjavík

Streymt var frá fundum kirkjuþings sem lauk í dag. Auk þess voru nokkrir kirkjuþingsfulltrúar staddir heima hjá sér en tóku þátt í störfum þingsins gegnum fjarfundabúnað.

Ekkert gerist af sjálfu sér.

Bak við tæknina eru menn. Stundum gleymist það.

Og hverjir voru það á kirkjuþingi?

Jú, fyrst skal telja Hermann Björn Erlingsson, verkefnisstjóra upplýsingamála á biskupsstofu. Hann heldur utan um alla þræði og svarar öllum spurningum í sambandi við tæknimálin. Fylgjast verður með öllum tækjum og mælum.

En um streymið sá ungur maður, Daníel Máni Davíðsson, nítján ára gamall Selfyssingur. Hann er starfsmaður fyrirtækisins Sonik, tæknilausnir. Það fyrirtæki sér um að streyma ýmsum viðburðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hann verður einnig að fylgjast með tækjum, sjá til þess að styrkur sé réttur og að myndavélin sé alltaf í fókus.

Margt er sagt á kirkjuþingi en það kemst ekki til skila til allra nema vegna tækninnar.

Þökkum þeim vösku mönnum sem halda utan um tæknimálin.

hsh


Daníel Máni fylgist með tækjunum


  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Þing

  • Frétt

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.