Svipmyndir frá kirkjuþingi

Kirkjan.is var á vettvangi kirkjuþings og tók nokkrar myndir. Sjón er sögu ríkari og á það við um kirkjuþing eins og annað. Kirkjuþingsfulltrúar koma úr öllum stéttum samfélagsins. Þar er að finna verkfræðing, sálfræðing, viðskiptafræðing, kennara, félagsráðgjafa, bændur, organista, fólk sem rekur fyrirtæki, frumkvöðla, ökukennara, fyrrum fasteignasla og fyrrum skólastjóra - þannig mætti lengi telja - og svo náttúrlega presta.
Hér eru nokkrar myndir.
Kaffið er nauðsynlegt til að halda fólki við efnið sem og vakandi. Frá vinstri: Steindór R. Haraldsson, Kjartan Sigurjónsso, Árný Herbertsdóttir og dr. Hjalti Hugason
Vaskur hópur: Guðmundur Þór Guðmundsson, skrifstofustjóri biskupsstofu og kirkjuþingsmaður, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Kristján Björnsson og sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari
Hér er eitthvað athugavert að mati glöggra manna: Kjartan Sigurjónsson, organisti, og Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson, ökukennari
Kirkjuþing í góðum félagsskap á Grand Hotel Reykjavík
Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður framtíðarnefndar,flytur ræðu
Vígslubiskupinn á Hólum, sr. Solveig Lára, sat ekki auðum höndum
Sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir í ræðustól, alvön sem borgarfulltrúi að fjalla um stór mál sem smá
Miðað við umhverfið gæti þetta verið á vakningasamkomu, kross og Biblía. En hér er það hinn þrautreyndi kirkjumaður, Stefán Magnússon, bóndi, sem hefur orðið og er einbeittur á svip að vanda
Helgihald á kirkjuþingi. Steindór R. Haraldsson les, frá vinstri: Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson, Árni Herbertsdóttir, og sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup
Sr. Arna Grétarsdóttir. Tillaga að myndatexta: Skilið þið mig ekki?
Nýr kirkjuþingsmaður - Hermann Ragnar Jónsson, fyrrverandi fasteignasali
Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, og sr. Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar. Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir fyrir austan á skjánum
Gaman hjá þessum körlum: Guðlaugur Óskarsson, einn varaforseta kirkjuþings, sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, og Kjartan Sigurjónsson, organisti
Séð yfir fundarsalinn - gott rými var á milli kirkjuþingsmanna - og sóttvarnir í hávegum hafðar
Fundarhlé getur verið kærkomið
Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir flytur ræðu og notar hendur til áherslu
Organistinn og sveitapresturinn. Kjartan Sigurjónsson og sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ
Kaffihlé og konfekt: Dr. Hjalti Hugason, Ólína Hulda Guðmundsdóttir, Árný Ingimarsdóttir, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, Árný Herbertsdóttir, sr. Kristján Björnsson og sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir