Framkvæmdastjóri Skálholts

21. október 2020

Framkvæmdastjóri Skálholts

Herdís Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Skálholtsstaðar

Fyrir nokkru auglýsti Skálholtsstaður eftir framkvæmdastjóra og rann umsóknarfrestur út 30. september s.l. Alls sóttu 36 um starfið. 

Stjórn Skálholts ákvað að ráða Herdísi Friðriksdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Skálholtsstaðar. Hún er fædd í Stykkishólmi árið 1969. Herdís er skógfræðingur að mennt bæði frá Noregi og Danmörku. Auk þess hefur hún lokið meistaranámi í verkefnisstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. 

Frá 2017 hefur Herdís rekið eigið fyrirtæki, Understand Iceland sem framkvæmdastjóri. Fyrirtækið sérhæfir sig í fræðsluferðum fyrir háskólanemendur og fróðleiksfúsa N-Ameríkana.

Þar á undan starfaði Herdís sem verkefnastjóri Sesseljuhúss, umhverfisseturs á Sólheimum, og fyrr sem sérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Herdís er gift Einari Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, og eiga þau tvær dætur.

Herdís og Einar eru sveitungar Skálholtsstaðar og búa með fjölskyldu sinni í Reykholti.

hsh
  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Trúin

  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.