Streymi kirkjunnar er öflugt

23. nóvember 2020

Streymi kirkjunnar er öflugt

Jóhann Baldvinsson, Vídalínskirkju - organistar eru lykilmenn

Grafarvogskirkja átti smell vikunnar í streyminu ef svo má segja þegar sent var út vandað myndband með söng um kórónuveiruna og viðbrögð við henni. Það vakti verðskuldaða athygli enda vel gert. Myndbandið flaug víða og náði miklu áhorfi. Þetta var á föstudaginn. Textann gerði sr. Guðrún Karls Helgudóttir við hið kunna ástralska lag Waltzing Matilda frá 1903. 

Nokkrar kirkjur streymdur fyrir helgina og aðrar um helgina. Helgistundir, sunnudagaskólastundir, tónlistarstundir, bænastundir og íhugunarstundir. Allt nokkuð hefðbundin. Kirkjan.is vill þó benda á stund frá Vídalínskirkju í umsjón þeirra sr. Hennings Emils Magnússonar og Jóhanns Baldvinssonar, organista: Er einhver að hlusta? Hún er öðruvísi – frumleg og athyglisverð – sjá hér að neðan.

Fyrsti sunnudagur er í aðventu 29. nóvember. Nokkuð víst er að þá verður mikill streymiskippur og verður spennandi að fylgjast með því. Síðan bíðum við öll eftir því hvaða reglur verða settar eftir 1. desember.

Eins og fyrir viku þá fleytir kirkjan.is áfram helgistundum (og sunnudagaskólastundum) sem langflestar voru teknar af Facebókar-síðum kirknanna en aðrar af heimasíðum þeirra. Þær eru núna 42.

Langholtskirkja í Reykjavík er með Zoom-helgihald á sunnudögum. Linkinn er að finna á heimasíðu kirkjunnar og Facebókarsíðu hennar.

Þetta er ekki tæmandi upptalning. Allar ábendingar um ógetið streymi um helgina eru vel þegnar. Eins og oft áður er ekki hægt að fella hér inn streymi frá sumum kirkjum beint í mynd og er þar um einhver tæknileg atriði sem þær þyrftu að huga að á Facebókarsíðum sínum eða að láta frettir@kirkjan.is vita hvernig skuli bera sig að sé um hennar klaufaskap og vanþekkingu að ræða. En með því hins vegar að slá á upplýstu heitin hér í línunni koma síður þeirra upp og hægt er að horfa á stundirnar og hlusta: Hallgrímskirkja, Grensáskirkja (barnastund), Laufásprestakall, Seltjarnarneskirkja, KeflavíkurkirkjaSiglufjarðarkirkjaFossvogsprestakall (sr. Pálmi Matthíasson), Laufásprestakall: Helgistund í GrenivíkurkirkjuLaufásprestakall - Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi: Sunnudagaskólinn ykkar

Listinn er ekki tæmandi sem fyrr segir - streymisstarf kirkjunnar er meira en sýnist - þetta eru bara nokkur dæmi um hið góða starf.

Streymiskirkjan
Grafarvogskirkja, Grafarholtskirkja, Langanes- og Skinnastaðaprestakall, Húsavíkurkirkja, Landakirkja, Grafarvogskirkja (sunnudagaskóli), Patreksfjarðarprestakall (sunnudagaskóli), Kópavogskirkja, Stóra-Laugardalskirkja (Tálknafirði), Háteigskirkja, Karl Sigurbjörnsson, Vídalínskirkja (sunnudagaskóli), Árbæjarkirkja (sunnudagaskóli), Vídalínskirkja (stutt hugvekja og tónlist: Er einhver að hlusta?), Breiðholtskirkja, Alþjóðlegi söfnuðurinn, Grafarvogskirkja (helgistund), Garða- og Saurbæjarprestakall (föndurstund), Fossvogsprestakall (Bústaðakirkja/Grensáskirkja (kvenfélagsstund)), Guðríðarkirkja, Fella- og Hólakirkja (fjölskyldustund), Hrunaprestakall (kirkjukynning), Árbæjarkirkja (helgistund), Áskirkja, Grundarfjarðarkirkja, sr. Guðný Hallgrímsdóttir, Egilsstaðaprestakall, Hafnarfjarðarkirkja, Ástjarnarkirkja, Lindakirkja, Vallakirkja (sr. Magnús Gunnarsson, Dalvík), Bænastund í Hoffellskirkju, Söngkveðja frá Lágafellskirkju

hsh

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

p>

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  • Frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Covid-19

Altaristafla Grindavíkurkirkju - mósaíkmynd eftir eldri töflu sem Ásgrímur Jónsson málaði og hana má sjá í safnaðarheimilinu

Kirkjan í Grindavík

06. mar. 2021
...þegar jörð nötrar
Fallegur engill á gömlu leiði í Hafnarfjarðarkirkjugarði

Aldargamall

05. mar. 2021
...í Hafnarfirði
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, opnar ljósmyndasýningu á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Frá vinstri: Þorkell Þorkelsson, ljósmyndarinn, Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, og ráðherrann - mynd: hsh

Mögnuð sýning

04. mar. 2021
...staldrað við litríkar myndir