Hjálparstarfið stendur vaktina

27. nóvember 2020

Hjálparstarfið stendur vaktina

Hjálparstarf kirkjunnar starfar allan ársins hring

Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar fólk sem býr við efnislegan skort í desember og hefur jólasöfnun

Í desember aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við fátækt svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar. Stuðningurinn tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem verða gefin út eigi síðar en 18. desember. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst auk þess jólafatnaður og jólagjafir fyrir börnin.

Tekið verður á móti umsóknum frá barnafjölskyldum í Reykjavík á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, neðri hæð, 1., 2., 3. og 4. desember kl. 11.00 - 15.00.

Á Suðurnesjum verður tekið á móti umsóknum í Keflavíkurkirkju 1., 3. og 8. desember klukkan 9 – 11 og í Ytri-Njarðvíkurkirkju 2., 3., og 9. desember klukkan 9.00 – 11.00.

Einnig er hægt að sækja um aðstoð á heimasíðu Hjálparstarfs kirkjunnar til 11. desember.

Samvinna er við önnur hjálparsamtök víðs vegar um landið og fólk á landsbyggðinni getur einnig leitað til presta í heimasókn fyrir 8. desember næstkomandi.

Hjálparstarfið stendur vaktina
„Frá því í byrjun mars og til októberloka á þessu ári fjölgaði þeim sem sækja sér efnislega aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar um 42% miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2019 leituðu samtals 743 fjölskyldur til Hjálparstarfsinsum aðstoð en 1057 á sama tímabili núlíðandi árs. Við búumst við því að það fjölgi enn frekar nú í desember,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur jafnframt hafið fjársöfnun fyrir verkefnum innanlands og utan með því að senda valgreiðslu í heimabanka landsmanna að upphæð 2.500 krónur.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, í síma 5284406, kristin@help.is.

kó/hsh
  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Frétt

Krakkakór.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju

02. maí 2024
...um 200 börn sungu
Anna Sigga, sr. Sigrún og Bylgja Dís

Sumarsöngvar í fangelsi

02. maí 2024
...frásögn fangaprests
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún á kynningarfundi á Selfossi

Síðari umferð biskupskosninga hefst í dag

02. maí 2024
...lýkur 7. maí kl. 12:00