Aðventan gengur í garð

28. nóvember 2020

Aðventan gengur í garð

Guðspjall 1. sunnudags í aðventu er í Markúsi 11.1-11

Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun.

Það er nýársdagur kirkjunnar. Þess vegna er mikið um að vera. Og jafnvel þótt að lítt vinsæl kórónuveira sé á flugi. Þá er bara brugðist við með öðrum hætti.

Útvarpsguðsþjónustan kl. 11.00 á Rás eitt er að sjálfsögðu á sínum stað en að auki er hún tekin upp og henni sjónvarpað á sama degi kl. 15.00. Sú fyrsta verður á morgun. 

Helgistund aðfangadagskvöldsins á RÚV þar sem biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar, verður venju samkvæmt. Kl. 22.00. 

Á jóladag verður svo hátíðarmessu sjónvarpað.

Þáttur sem ber nafnið Aðventa verður á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar alla sunnudaga aðventunnar. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er umsjónarmaður þáttarins. Þetta er viðtalsþáttur þar sem fjallað er um jólin og kirkjuna. Augum er sérstaklega beint að þeim sem njóta þjónusta kirkjunnar í sérstökum aðstæðum sínum, til dæmis á sjúkrahúsi. Fyrsti viðmælandi sr. Guðrúnar er Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, og Rósa Björg Brynjarsdóttir. Tónlist er í höndum Barbörukórs Hafnarfjarðarkirkju, unglingakórs Hafnarfjarðarkirkju og Vox Populi í Grafarvogskirkju. Stjórnendur eru organistarnir Guðmundur Sigurðsson og Hilmar Örn Agnarsson – og Helga Loftsdóttir. Kirkjan.is mun ræða nánar við sr. Guðrúnu og birtist það í sér frétt.

Á Facebókarsíðu kirkjunnar verður jóladagatal kirkjunnar. Talið er niður til aðfangadags og því eru myndir dagatalsins alls tuttugu og fjórar – það eru teiknaðar myndir, mjög fallegar. Sú sem teiknar heitir Lára Garðarsdóttir. Myndirnar kallast á við veröld eldri borgara á þessum sérstöku tímum þegar ýmsar skorður eru settar venjulegu lífi í hversdeginum – og þar koma margvísleg leiðarstef fram eins og æðruleysi – svo dæmi sé nefnt.

Stafrænn gluggi birtist semsé á Facebókarsíðu kirkjunnar á hverjum degi til jóla. Þegar glugginn er opnaður kemur myndin í ljós og um leið fylgir ljóðahugleiðing eftir Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfund, og les höfundur hana.

 

Skipulag og umsjón með þessum viðburðum hefur verið á hendi Biskupsstofu. 

Semsagt, margt er í boði á hinu andlega veisluborði í aðdraganda jólahátíðar.

Fylgist með!

hsh

  • Covid-19

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Trúin

  • Barnastarf

Krakkakór.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju

02. maí 2024
...um 200 börn sungu
Anna Sigga, sr. Sigrún og Bylgja Dís

Sumarsöngvar í fangelsi

02. maí 2024
...frásögn fangaprests
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún á kynningarfundi á Selfossi

Síðari umferð biskupskosninga hefst í dag

02. maí 2024
...lýkur 7. maí kl. 12:00