Dagatal úr Vesturbænum

1. desember 2020

Dagatal úr Vesturbænum

Aðventudagatal Neskirkju - skjáskot

Jóladagatölin eru með ýmsu móti.

Þau í Vesturbænum hafa þann háttinn á að prestar kirkjunnar flytja eins til tveggja mínútna hugleiðingu flesta virka daga en á sunnudögum er hún ögn lengri. Á föstudögum á organistinn sviðið og flytur tónlist.

Starfsfólk Neskirkju hefur verið á fullu að undirbúa jóladagatalið sitt sem þau kalla aðventudagatal. Fyrsti glugginn var opnaður á fyrsta sunnudegi í aðventu, 29. nóvember sl. Síðasti glugginn er svo að sjálfsögðu þann 24. desember, á aðfangadegi jóla.

„Aðventa tengist í huga margra samveru og hátíðarstundum svo sem aðventukvöldum og tónleikum,“ segir sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju, „en á þessari aðventu verður þetta ekki hægt vegna kórónuveirufaraldursins.“

Sr. Steinunn Arnþrúður segir hins vegar að með dagatalinu vilji starfsfólk Neskirkju bæta í þann sjóð sem skapar minningar um þessa sérstöku aðventu, meðan talið sé niður til jóla.

Þessi aðventa verður nefnilega öðruvísi en aðrar aðventur.

Prestar Neskirkju eru sr. Skúli S. Ólafsson og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Rúnar Reynisson, skrifstofustjóri, annaðist upptökur og myndvinnslu.

Facebókarsíða Neskirkju.

hsh

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Covid-19

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.