Syngjandi jóladagatal

3. desember 2020

Syngjandi jóladagatal

Fella- og Hólakirkja í Breiðholti

Jóladagatal Fella- og Hólakirkju er syngjandi jóladagatal. Það er kór kirkjunnar sem syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista.

Dagatalið birist á heimasíðu kirkjunnar og Facebókarsíðu kl. 13.00 hvern dag aðventunnar. Atriðin verða jafn fjölbreytt og þau eru mörg!

Fyrsta daginn söng kórinn sálminn Veni, veni Emmanuel en hann er frá því um 1700. Sveinbjörn Egilsson þýddi úr latínu.

Kirkjan.is rædd stuttlega við organistann, Arnhildi. Hún hefur verið organisti í Fella- og Hólakirkju frá árinu 2015. Sagði hún að kórinn hefði ekki gert þetta áður og væri því um frumraun að ræða. Þau taka þetta sjálf upp en kirkjan keypti myndavél til þess að nota í þessu skyni þegar kórónuveiran brá fæti fyrir eitt og annað. En þá kemur bara krókur kirkjunnar á móti bragði! 

Er ekki annað að sjá og heyra en að kórinn gangi vasklega fram á glímuvöllinn og með glæsibrag!

hsh

 
Kynning með laginu á Facebókarsíðu kirkjunnar: „Þriðji dagur Jóladagatals Kórs Fella-og Hólakirkju. Að þessu sinni syngja þrjár konur kórsins lagið 'Heil sért þú, María', lagið er eftir E. Daker Harley og textann gerði Sigurbjörn Einarsson. Söngkonurnar eru Inga J. Backman, Laufey Egilsdóttir og María Björk Jónsdóttir.
Verið velkomin að fylgjast með Jóladagatali Kórs Fella-og Hólakirkju. Nýtt tónlistaratriði birtist á hverjum degi klukkan eitt.“


Kynning með laginu á Facebókarsíðu kirkjunnar: „Bragi Valdimar Skúlason samdi þennan dramatíska texta við lagið sem heitir upprunalega 'It makes no difference now' og er eftir þá Norman Newell og Iller Pattacini. Hér syngja: Kristín R. Sigurðardóttir, Jóhanna Helgadóttir, Þóra Dal Þorsteinsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Ingunn Jensdóttir, Hulda Jónsdóttir , Laufey Egilsdóttir og Guðrún Helgadóttir.“

 
Kynning með laginu á Facebókarsíðu kirkjunnar:„Fyrsti dagur jóladagatals Kórs Fella-og Hólakirku. 'Veni, veni Emmanuel' sálmur frá því um 1700. Sveinbjörn Egilsson þýddi úr latínu. Verið velkomin að fylgast með Jóladagatali Kórs Fella-og Hólakirkju, á hverjum degi kl 13.00. ... Hér syngja: Kristín R. Sigurðardóttir, Inga J. Backman, Hulda Jónsdóttir, Laufey Egilsdóttir, Jón G. Davíðsson, Reynir Þormar Þórisson, Þór Hjaltalín og Garðar Eggertsson.“

  • Frétt

  • Menning

  • Tónlist

  • Trúin

  • Covid-19

Krakkakór.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju

02. maí 2024
...um 200 börn sungu
Anna Sigga, sr. Sigrún og Bylgja Dís

Sumarsöngvar í fangelsi

02. maí 2024
...frásögn fangaprests
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún á kynningarfundi á Selfossi

Síðari umferð biskupskosninga hefst í dag

02. maí 2024
...lýkur 7. maí kl. 12:00