Breyttar reglur

12. janúar 2021

Breyttar reglur

Merki (innsigli) biskupsembættisins - sr. Karl Sigurbjörnsson teiknaði - mynd: hsh

Starfandi biskup Íslands, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sendi í dag bréf til presta, djákna, organista, sóknarnefnda og útfararstjóra, vegna breyttra sóttvarnarreglna.

Á morgun tekur gildi  ný reglugerð og segir sr. Solveig Lára að stóru fréttirnar í henni séu þær að allt 100 manns mega vera við útför. Jafnframt ítrekar hún að allra sóttvarnarreglna verði gætt sem fyrr. 

Landlæknisembættið staðfesti á dögunum að kirkjulegt starf með börnum á leik- og grunnskólaaldri megi hefjast með takmörkunum sem reglugerð frá 21. desember s.l. setur. 

Úr 5. gr. reglugerðar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar
Sviðslistir, kórastarf, bíósýningar sem og aðrir menningarviðburðir eru heimilir með allt að 50 manns á sviði, þ.e. æfingar og sýningar. Andlitsgrímur skulu notaðar þegar því verður við komið nema þegar listflutningur fer fram. Leitast skal við að viðhafa 2 metra nálægðartakmörkun....

Bréf sent prestum, djáknum, organistum, sóknarnefndum og útfararstjórum vegna breyttra sóttvarnarreglna 12. janúar 2021 - 19da bréf.pdf

hsh

  • Frétt

  • Menning

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Trúin

  • Covid-19

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.