Kirkju breytt

17. janúar 2021

Kirkju breytt

Hjúkrunarfræðingur að störfum í dómkirkjunni í Salisbury

Eins og kunnugt er standa Bretar illa í baráttunni við kórónuveiruna og hafa þurft að grípa til harðra aðgerða.

Bólusetning gegn veirunni er hafin þar í landi eins og svo víða.

Húsnæði til bólusetningar þarf að vera rúmgott og hafa margs konar hús verið nýtt til þessa.

Hin glæsilega og sögufræga dómkirkja í Salisbury í Wiltshire hefur nú verið breytt um stundarsakir í bólusetningarmiðstöð. Presturinn þar er í skýjunum og segir að enginn geti fengið fegurra umhverfi til bólusetningar en þau sem koma í Salisbury-dómkirkjuna. Meðan fólkið bíður í röð er leikið á orgel kirkjunnar. Um þetta má lesa nánar í The Telegraph og horfa á myndband sem fylgir fréttinni - og hér fyrir neðan.

Á þriðja þúsund bólusetningamiðstöðva verða í Bretlandi þegar bólusetning verður komin á fullt skrið.

Hver veit nema einhverjar kirkjur hér verði nýttar í þessu skyni þegar til fjöldabólusetningar kemur.

The Telegraph og blaðútgáfa The Sunday Telegraph / hsh


  • Erlend frétt

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Covid-19

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.