Vinsælustu nöfnin 2020

21. janúar 2021

Vinsælustu nöfnin 2020

Þegar barn er skírt er nafn þess gjarnan nefnt upphátt í fyrsta sinn - en skírn er þó ekki nafngjöf - skírnarfontur í Grindavíkurkirkju eftir Ásmund Sveinsson, Guðsteinn Eyjólfsson frá Krosshúsum gaf

Kirkjunnar þjónar sem skíra börn heyra mörg nöfn og sum eru gömul og gróin. Önnur ný af nálinni og sum jafnvel nýbökuð frá mannanafnanefnd.

Jón og Guðrún voru eitt sinn nokkuð algeng nöfn.

Nú er öldin önnur. Nonni og Gunna á útleið. 

Kirkjan.is hafði samband við Þjóðskrá sem veit býsna margt og er ætíð reiðubúin til þjónustu.

Hver voru algengustu nöfnin sem börn fengu á síðasta ári? Sem sé fyrra nafn.

Drengir
1. Alexander (39)
2. Aron (39)
3. Kári (31)
4. Emil (27)
5. Viktor (26)
Stúlkur
1. Emilía (30)
2. Bríet (28)
3. Andrea (24)
4. Freyja (24)
5. Sara (24)

Allt falleg og góð nöfn.

Eins og sést er jafnt á milli nokkurra nafna – og svo munar ekki miklu á öðrum í vinsældarröðinni.

Þarna eru að minnsta kosti tvö öflug nöfn úr Biblíunni, Aron og Sara. Bæði úr Gamla testamentinu. Og nafnið Alexander kemur og fyrir í Biblíunni – í Nýja testamentinu.

Vinsældir nafna geta verið gott umræðuefni, hvað ræður vinsældum nafns og hvað ekki. Kári? Bríet? Ýmsar skýringar er eflaust hægt að tíunda en kirkjan.is lætur lesendum sínum það eftir yfir morgunkaffinu – eða síðdegis- og kvöldkaffinu.

hsh


  • Menning

  • Samfélag

  • Frétt

Aukakirkjuþing 2021 verður haldið í Katrínartúni 4 í þessum sal sem kallast Þingvellir - mynd: hsh

Aukakirkjuþing 2021

19. jún. 2021
...mánudaginn 21. júní
Útialtarið á Esjubergi, Kjalarnesi - mynd: hsh

Vígt á sunnudaginn

18. jún. 2021
...útialtarið á Esjubergi
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir á leið til Dómkirkjunnar í morgun - mynd: hsh

Fólkið og menningararfurinn

17. jún. 2021
...prédikun biskups Íslands 17. júní 2021