Prestsvígsla í morgun

7. mars 2021

Prestsvígsla í morgun

Fremri röð frá vinstri: sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr, Sigurður Már Hannesson, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, Margrét Lilja Vilmundardóttir, dr. Sigurvin Lárus Jónsson. Aftari röð: sr. Pétur Ragnhildarson, Rakel Brynjólfsdóttir, sr. Einar Eyjólfsson, Einar Sveinbjörnsson, og sr. Sveinn Valgeirsson.

Í morgun fór fram prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vígði mag. theol., Margréti Lilju Vilmundardóttur og mag. theol., Sigurð Má Hannesson. Vígsluvottar voru sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Pétur Ragnhildarson, dr. Sigurvin Lárus Jónsson og sr. Einar Eyjólfsson sem jafnfram lýsti vígslu. Aðrir sem komu að athöfninni voru sr. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjuprestakalli, og Rakel Brynjólfsdóttir, fulltrúi Kristilegu skólahreyfingarinnar, og Einar Sveinbjörnsson, fulltrúi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.

Margrét Lilja er vígð til prestsþjónustu við Fríkirkjuna í Hafnarfirði en hún hefur verið starfandi þar í söfnuðinum og sömuleiðis verið kirkjuvörður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.

Sigurður Már er vígður til prestsþjónustu hjá Kristilegu skólahreyfingunni en þar hefur hann starfað um nokkurt skeið.

Í Samþykktum um innri málefni þjóðkirkjunnar segir:
Biskupi er heimilt, sé eftir því leitað, að vígja til þjónustu prest eða djákna innan hinna evangelísk-lútersku fríkirkjusafnaða sem starfa á sama játningagrundvelli og þjóðkirkjan.
Í lögum Kristilegu skólahreyfingarinnar segir:
Félagið bindur starf sitt og boðskap við fagnaðarerindið um Jesú Krist, son Guðs, er gaf sjálfan sig fyrir syndir vorar, reis aftur upp frá dauðum, oss til réttlætingar samkvæmt heilagri ritningu og játningarritum evangelísk-lútherskrar kirkju.

Kári Þormar lék á orgel og Dómkórinn söng.

Athöfnin var fjölmenn, hátíðleg og falleg.

hsh

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Kristilega skólahreyfingin

 


  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.