Bænadagar og páskar

31. mars 2021

Bænadagar og páskar

Myndhluti úr steindum glugga eftir Gerði Helgadóttur (1928–1975) á suðurhlið Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd

Starf safnaðanna hefur alltaf verið mjög öflugt á þessum tíma kirkjuársins en kórónuveirufaraldurinn hefur sett margt úr skorðum.

Páskahátíð er ein aðalhátíð kristinna manna. Upprisuhátíð frelsarans. Aðdragandi hennar er dymbilvika og bænadagar, skírdagur og föstudagurinn langi.

Nú sem fyrr hafa margir söfnuðir auglýst að helgihald verði með rafrænum hætti, í streymi, eins og var um aðventuna og jólin - og síðar. Nokkrir söfnuðir hafa opið helgihald þar sem farið er eftir öllum sóttvarnareglum - meðal annars verður að skrá sig fyrirfram.

Kirkjan.is hvetur lesendur sína til að fylgjast með auglýsingum safnaðanna á Feisbók og heimasíðum kirknanna.

Í sjónvarpi og útvarpi verður hægt að fylgjast með helgihaldi þjóðkirkjunnar á skírdag, föstudaginn langa og á páskadag.

Á skírdag, 1. apríl, verður útvarpað guðsþónustu frá Áskirkju kl. 11.00. Sr. Sigurður Jónsson, þjónar, og með honum er Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni. Organisti og kórstjóri er Bjartur Logi Guðnason, kór Áskirkju syngur. 

Útvarpað verður guðsþjónustu frá Laugarneskirkju 2. apríl, á föstudaginn langa, kl. 11.00. Sr. Davíð Þór Jónsson, þjónar. Organisti og kórstjóri er Elísabet Þórðardóttir. Kór Laugarneskirkju syngur. 

Þá verður á föstudaginn langa, 2. apríl, sjónvarpað á RÚV frá helgistund í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 17.00. Þar flytur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hugleiðingu. Þessi stund var tekin upp í gær.

Páskaguðsþjónustunni í Dómkirkjunni verður útvarpað kl. 11.00, 4. apríl á páskadag, og sjónvarpað á RÚV2 á sama tíma. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir, þjóna. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur undir stjórn Kára Þormars, dómorganista. Guðbjörg Hilmarsdóttir, sópran, syngur einsöng. 

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Covid-19

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna