Falleg bænastund

6. júní 2021

Falleg bænastund

Í Neskirkju í gær - sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir ávarpar viðstadda í upphafi bænastundarinnar - mynd: hsh

Hún var einstaklega falleg stundin sem sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju, hafði um hönd í kirkjunni síðdegis í gær. Til þessarar helgistundir kom kristið fólk, múslimar og bahá´íar.

Fulltrúar þessara trúfélaga fluttu bænir og drengur söng arabískan bænatexta. Kveikt var á kertum og gat hver viðstaddur farið með sína bæn í hljóði eða upphátt. Allt fór fram af hógværð og virðingu. Í lok stundarinnar var boðið upp á kaffi og rjúkandi heitar vöfflur að hætti hússins.

Tilefnið var að hátt í tuttugu trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi buðu landsmönnum að sameinast á þessum tiltekna degi í baráttu og samhug vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra sem veikst hafa af veirunni eða beðið lægri hlut fyrir henni. Hverju félagi var það í sjálfsvald sett með hvaða hætti það tæki þátt í þessum samhygðardegi. Neskirkja gerði það með látlausum og fallegum hætti.

Hvatningarorð til trú- og lífskoðunarfélaga
Verum samhuga, hvert og eitt samkvæmt sínum eigin sið og sinni eigin sannfæringu, og minnumst á þessum degi fórnarlamba heimsfaraldursins. Við erum öll lauf á sama tré. Sýnum nærveru þeim sem þjást eða eru deyjandi, réttum hjálparhönd og færum von þar sem afleiðingar faraldursins þjaka fólk sem mest. Þökkum fyrir óeigingjarna aðstoð svo margra fórnfúsra hjálpara úr öllum stéttum þjóðfélagsins um allan heim.

Þau sem að þessu stóðu voru: Ásatrúarfélagið, Bahá’í – samfélagið, Búddistasamtökin SGI á Íslandi, DíaMat – Félag um díalektíska efnishyggju, Fjölskyldusamtök Heimsfriðar og Sameiningar, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Fríkirkjan í Reykjavík, Hjálpræðisherinn, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, Menningarsetur múslima á Íslandi, Óháði söfnuðurinn, Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Samfélag Gyðinga á Íslandi, Siðmennt, Stofnun múslima á Íslandi, Söfnuður sjöunda dags aðventista í Reykjavík og Þjóðkirkjan.

hsh


Viðstaddir kveiktu á bænakertum


Í Neskirkju



  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Covid-19

Margrét Rut Valdimarsdóttir

Margrét Rut Valdimarsdóttir ráðin

11. júl. 2025
...prestur í Húnavatnsprestakalli
Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli