Aukakirkjuþing sett

21. júní 2021

Aukakirkjuþing sett

Kirkjuþingsfulltrúar á aukakirkjuþinginu - mynd: hsh

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, setti þingið eftir bænagjörð sr. Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Þetta er 61. kirkjuþingið.

Síðan var mál nr. 1, samþykkt: Tillaga til þingsályktunar um kjarasamning Prestafélags Íslands og kjaranefndar kirkjunnar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu. 

Skrifstofustjóri kirkjuþingsins er Ragnhildur Benediktsdóttir.

Aukakirkjuþing 21. júní 2021 - Dagskrá

Kl. 12:00 Hádegisverður.
Kl. 13:00 Bæn; biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir.
Setning aukakirkjuþings 2021, forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir.

1. mál.  Tillaga til þingsályktunar um kjarasamning Prestafélags Íslands og kjaranefndar kirkjunnar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu. Flutt af forsætisnefnd kirkjuþings. Frsm. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir.

2. mál. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um starfskostnað vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa nr. 932/2020, sbr. starfsrgl. nr. 316/2021. Flutt af forsætisnefnd kirkjuþings. Frsm. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir.

3. mál.  Tillaga til þingsályktunar um aðhaldsaðgerðir í fjármálum þjóðkirkjunnar. Flutt af Einari Má Sigurðarsyni, Gísla Jónassyni, Hermanni Ragnari Jónssyni og Svönu Helen Björnsdóttur. Frsm. Gísli Jónasson.

4. mál.  Tillaga til þingsályktunar um sölu fasteigna Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu. Flutt af Einari Má Sigurðarsyni, Gísla Jónassyni, Hermanni Ragnari Jónssyni og Svönu Helen Björnsdóttur. Frsm. Gísli Jónasson. - Dagskrártillaga borin fram um að málinu yrði vísað frá og hún samþykkt. 

5. mál.  Tillaga til þingsályktunar um fjárstjórn kirkjuþings til bráðabirgða. Flutt af forsætisnefnd kirkjuþings. Frsm. Guðlaugur Óskarsson.

Breytingartillaga við 5. mál. 

Kynning á nýjum þjóðkirkjulögum. Lögfræðingarnir Ragnhildur Benediktsdóttir og Skúli Guðmundsson.

Kl. 15:30 Kaffihlé.

Kl. 16:00 Kynning á stefnumótunarvinnu. Dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson.

Streymt er frá kirkjuþinginu, sjá kirkjan.is

Breytt dagskrá. 

hsh


  • Menning

  • Samfélag

  • Þing

  • Frétt

Sr. Árni Þór Þórsson

Sr. Árni Þór ráðinn

01. nóv. 2024
...prestur innflytjenda
Sr. María Guðrúnar Ágústsdóttir

Sr. María ráðin

01. nóv. 2024
...í Reykholtsprestakall
Lindakirkja

Afleysing prests í Lindaprestakalli

01. nóv. 2024
...auglýst laus til umsóknar