Prestsvígsla í Dómkirkjunni

1. október 2021

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

Matthildur Bjarnadóttir - mynd: hsh

Sunnudaginn 3. október vígir sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Matthildi Bjarnadóttur, mag. theol., til prests.

Matthildur verður vígð sem æskulýðsprestur í Garðasókn en þar hefur hún starfað um langt skeið. Þá vígist hún og til Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. 

Vígslan hefst kl. 13.00 og henni lýsir sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sem er móðir vígsluþega.

Vígsluvottar verður meðal annars faðir vígsluþega, sr. Bjarni Karlsson, og sr. Bolli Pétur Bollason, móðurbróðir vígsluþega, sr. Henning Emil Magnússon, sr. Hildur Eir Bolladóttir, móðursystir vígsluþega, sr. Sunna Dóra Möller, eiginkona móðurbróður vígsluþega.

Sóknarprestur Dómkirkjunnar sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og stjórnandi hans er Kári Þormar sem leikur jafnfram á orgel Dómkirkjunnar.

Matthldur Bjarnadóttir er fædd 1988. Foreldrar hennar eru þau sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson, doktor í siðfræði. Hún lauk mag. theol.-prófi frá guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla Íslands 2020. Áður hafði hún stundað meistaranám í samskiptum trúarbragða í Evrópu við Kaupmannahafnarháskóla frá 2013-2015. Veturinn 2020-21 lauk Matthildur 40 eininga diplómanám í sálgæslu á meistarastigi á vegum Endurmenntunar H.Í. Matthildur hefur starfað að barna- og æskulýðsmálum í Garðasókn allt frá árinu 2008. Hún hefur sinnt sunnudagaskóla, fermingarfræðslu, barnstarfi og sungið í Gospelkór Jóns Vídalíns. Matthildur hefur verið í fullri stöðu æskulýðsfulltrúa kirkjunnar frá því í fyrra. Þá tók hún við verkefnastjórastöðu hjá Erninum, minningar- og styrktarsjóði, haustið 2020, og er sálgætir fyrir bæði börn og unglinga í Garðabæ og þau börn sem Örninn þjónar. Eiginmaður Matthildar er Daði Guðjónsson, kennari, og eiga þau tvö börn.


hsh

 

 

 


  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta