Laust starf

9. janúar 2022

Laust starf

Merki þjóðkirkjunnar: Biðjandi, boðandi, þjónandi

„Framkvæmdanefndin ræður framkvæmdastjóra rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar og setur honum starfslýsingu,“ segir í þingsályktun um skipan framkvæmdanefndar kirkjuþings og erindisbréf nefndarinnar sem samþykkt var á kirkjuþingi í lok október á síðasta ári.

Nú er komið að því og þannig hljóðar auglýsingin:

„Þjóðkirkjan óskar eftir að ráða öflugan einstakling í stöðu framkvæmdastjóra rekstrarstofu. Viðkomandi kemur til með að annast daglegan rekstur Þjóðkirkjunnar og bera ábyrgð á fjármála- og fasteignasviði. Auk þess gegnir framkvæmdastjóri lykilhlutverki í að ná fram aukinni skilvirkni og hagræðingu í rekstri. Framkvæmdastjóri heyrir undir framkvæmdanefnd kirkjuþings.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Umsjón með og ábyrgð á daglegum rekstri Þjóðkirkjunnar
• Regluleg upplýsingagjöf til framkvæmdanefndar og fylgir eftir ákvörðunum kirkjuþings
• Yfirumsjón með störfum fjármála- og fasteignasviðs
• Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Meistarapróf er kostur
• Leiðtogahæfileikar og sterk framtíðarsýn
• Farsæl reynsla af stjórnun hjá stóru fyrirtæki eða stofnun æskileg
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar
• Reynsla af áætlanagerð og eftirfylgni
• Sjálfstæði, frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum
• Góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti.

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2022. Umsókn fyllt út á www. intellecta.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.

Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is og Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) í síma 511-1225.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.

Öllum umsækjendum verður svarað að ráðningu lokinni.“


hsh


Skjáskot af auglýsingunni eins og hún birtist í Morgunblaðinu í gær


  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Frétt

Lok guðsþjónustunnar í Skálholti - Ein saga - eitt skref - mynd: hsh

„Kirkjan var vopnuð ljótum orðum...“

30. jún. 2022
...Ein saga – eitt skref – heimasíða opnuð
Sr. Sigurður Már Hannesson - mynd: Jórunn Margrét Bernódusdóttir

Sr. Sigurður Már ráðinn

29. jún. 2022
...prestur í Seljaprestakall
Sr. Gísli Gunnarsson í ræðustól kirkjuþings - mynd:hsh

Nýr vígslubiskup á Hólum

28. jún. 2022
...sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ