Samkirkjuleg bænavika

14. janúar 2022

Samkirkjuleg bænavika

Helgi Guðnason, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, prédikaði, og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, þjónaði fyrir altari ásamt fleirum - mynd: hsh

Samkirkjuleg bænavika hefst formlega á þriðjudaginn, 18. janúar. En á sunnudaginn, 16. janúar, verður útvarpað samkirkjulegri guðsþjónustu á Rás 1, kl. 11.00. Annars er dagskrá bænavikunnar þétt eins og sést hér að neðan. Henni lýkur 25. janúar nk.

Þetta er í 42. sinn sem bænavikan er haldin og sem fyrr í samstarfi við Alkirkjuráðið.

Það er samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi sem skipuleggur bænavikuna hér heima. Eins og nafn nefndarinnar segir til um koma fulltrúar ýmissa kristinna trúfélaga að málum. Auk fulltrúa þjóðkirkjunnar í nefndinni eru í henni fulltrúar frá kaþólsku kirkjunni, Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Óháða söfnuðinum, Hjálpræðishernum, Íslensku Kristskirkjunni, Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og Betaníu.

Þjóðkirkjan átti á sínum tíma eða árið 1977, frumkvæði að því að þessi nefnd var sett á laggirnar. Fyrsta alþjóðlega bænavikan að tilhlutan nefndarinnar var haldin 1980. Bænavikan er höfuðviðfangsefni nefndarinnar en hún hefur tekið sér fyrir hendur eitt og annað á undanförnum árum sem tengist málefni hennar. Formaður nefndarinnar er dr. María Guðrúnar Ágústsdóttir. Nefndin skilar inn skýrslu í Árbók kirkjunnar.

Kynningarmyndband.

Upphaf alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku - sunnudaginn 16. janúar kl. 11.00 á Rás 1.
Séra Eva Björk Valdimarsdóttir og Magnea Sverrisdóttir, djákni, leiða athöfnina. Prédikun: Helgi Guðnason, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu. Organisti og kórstjóri: Ásta Haraldsdóttir, kantor Grensáskirkju. Kór Grensáskirkju syngur. Lesarar: Magnea Sverrisdóttir, djákni, fyrir hönd þjóðkirkjunnar, Eric Guðmundsson fyrir hönd Aðventkirkjunnar, Kristín Haralda Cecilsdóttir fyrir hönd Kaþólsku kirkjunnar, Ingibjörg Björnsdóttir fyrir hönd Óháða safnaðarins, Lísa María Jónsdóttir fyrir hönd Íslensku Kristskirkjunnar og Halla Magneudóttir fyrir hönd Hjálpræðishersins. Fyrir prédikun: Forspil: Invid källan eftir Urban Rosengren. Sálmur 825: Drottinn er minn hirðir. Lag: Margrét Scheving. Texti: Davíðssálmur nr. 23. Sálmur 802: Heilagi konungur. Lag: Henrik Rung. Texti: Sigurbjörn Einarsson. Sálmur 747: Þér lýðir lofið Drottin. Söngur frá samkirkjulega samfélaginu í Taizé í Frakklandi. Sálmur 108: Ó, hve dýrleg er að sjá. Lag: Jako G. Meidell. Texti: Stefán Thorarensen. Eftir prédikun: Sálmur 754: Ó, heyr mína bæn. Söngur frá samkirkjulega samfélaginu í Taizé í Frakklandi. Sálmur 367: Eigi stjörnum ofar. Lag: Hans Puls. Texti: Sigurbjörn Einarsson. Eftirspil: Amazing Grace. Lag frá Bandaríkjunum, útsetning: Åke Skommer.


Rás 1 er á sínum stað í gömlum viðtækjum og nýjum

Dagskráin 2022

Starfsreglur
Á fundi Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga 30. apríl 2013 voru samþykktar endurskoðaðar starfsreglur fyrir nefndina. Reglurnar fylgja hér á eftir.
1. Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga er samstarfsvettvangur kristinna kirkna, samfélaga og hreyfinga á Íslandi sem játa á grundvelli heilagrar ritningar einn Guð, föður, son og heilagan anda sem skapara, frelsara og lífgjafa.
2. Tilgangur samstarfsnefndarinnar er að vera vettvangur samráðs, samvinnu og stuðnings við sameiginleg mál í þjónustu við Guð og menn.
3. Meðal verkefna eru alþjóðleg bænavika fyrir einingu kristninnar, sameiginleg mál gagnvart stjórnvöldum, útvarpsguðsþjónustur og fjölmiðlamál. Nefndin getur einnig staðið saman að bænastarfi, kynningu og fræðslu um kristna trú þegar það á við.
4. Í samstarfsnefnd eru fulltrúar allra safnaða og hreyfinga, sem hafa með formlegum hætti gengið til samvinnu og samþykkja grundvöll og starfshætti samstarfsnefndar kristinna trúfélaga. Trúfélagið hafi að jafnaði yfir 100 meðlimi, hafi starfað og verið skráð í að minnsta kosti fimm ár. Um óskráð kristin samfélög og hreyfingar gildir að þau skuli hafa starfað í að minnsta kosti fimm ár hérlendis. Öll aðildarfélög hafi viðurkennda endurskoðun á reikningum sínum. Hvert félag eða söfnuður tilnefnir einn fulltrúa í nefndina en þjóðkirkjan tvo. Aðildarfélög geta tilnefnt varamenn, kjósi þau það. Varamönnum er heimilt að sækja fundi nefndarinnar, þó án atkvæðisréttar. Kristin trúfélög, skráð sem óskráð, geta óskað eftir að eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni og gilda þá ekki ákvæði um fjölda meðlima og lengd starfstíma. Um umsóknarferlið: Skrifleg ósk um aðild að nefndinni berist formanni með undirskrift safnaðarráðs viðkomandi félags. Fulltrúar nefndarinnar ræði við forstöðufólk félagsins sem æskir inngöngu og sjái endurskoðaða ársreikninga. Nefndin tekur síðan afstöðu til umsóknarinnar á fundi sínum.
5. Samstarfsnefnd skiptir með sér verkum og ákvarðar störf sín, fundafjölda og starfshætti.
6. Samstarfsnefndin skal leita samþykkis allra aðildarfélaga ef breyta skal starfsreglum.


Þau öll komu að samkirkjulegu guðsþjónustunni - vaskur hópur 

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Alþjóðastarf

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut