Hátíðleg athöfn

13. maí 2022

Hátíðleg athöfn

Innsetningarathöfnin í Seljakirkju - sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og sr. Bryndís Malla Elídóttir, prófastur - mynd: hshÍ gær fór fram svokölluð innsetning prófasts í Seljakirkju í Reykjavík. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, setti sr. Bryndísi Möllu Elídóttur, inn í starf prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Kirkjan var þéttsetin. 

Sr. Bryndís Malla tekur við af sr. Gísla Jónassyni, sem lét af störfum 1. apríl s.l.

Örn Magnússon var við orgelið og kór Seljakirkju söng.

Sóknarnefnd Seljasóknar bauð upp á veitingar í lok athafnarinnar.

Hvað er innsetning?
Messa í heimakirkju hins nýja prófasts eða í dómkirkju þar sem beðið er fyrir nýjum prófasti og biskup felur honum prófastsstarfið með formlegum hætti.

Í Handbók kirkjunnar mælir biskup meðal annars þetta í innsetningarathöfn:

„Ég legg þér á hjarta í Guðs heilaga nafni að gegna skyldum þínum af trúmennsku og réttsýni, leggja þig fram um að styrkja kristna trú og siðgæði í prófastsdæmi þínu og vera biskupi þínum traustur samverkamaður. Ég bið þig að gæta þess, að lög og reglur kirkjunnar séu haldnar og að eignir hennar og réttindi séu varðveitt. Ég fel þér að vera ráðgjafi presta og safnaða í prófastsdæmi þínu, aðvara þá, sem vanrækja skyldur sínar, og gjöra biskupi viðvart um allt, sem aflaga fer, ef nauðsyn krefur.“

Síðan er prófasturinn spurður hvort hann lofi biskupi að gera þetta „eftir þeirri náð, sem Guð gefur þér til þess?“ Og hann svarar játandi og biskup felur honum að vera prófastur í viðkomandi prófastsdæmi.

Um hlutverk prófasta er kveðið á um í starfsreglum um prófasta nr. 7 og 8:

Prófastur hefur í umboði biskups tilsjón með kirkjulegu starfi í prófastsdæminu, embættisfærslum presta, þjónustu vígðra og starfi sóknarnefnda. Hann er tilsjónarmaður og ráðgjafi þessara aðila.

Prófastur er trúnaðarmaður biskups og ráðgjafi í kirkjulegum málum.

Prófastur fylgist með því að réttur kirkjunnar sé virtur í hvívetna. Prófastur er, sem fulltrúi biskups Íslands í prófastsdæminu, leiðtogi og verkstjóri vígðra þjóna prófastsdæmisins.

Prófastur fylgir eftir stefnumörkun og samþykktum kirkjuþings er varðar kirkjulegt starf í prófastsdæminu.

Prófastur er í fyrirsvari fyrir prófastsdæmið að því er varðar sameiginleg málefni þess, gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum.

Prófastur varðveitir embættisbækur og önnur gögn prófastsdæmisins tryggilega.

hsh


Frá vinstri: Vigdís V. Pálsdóttir, sr. Jón Ómar Gunnarsson, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sr. Agnes M. Sigurðardóttir og sr. Bryndís Malla Elídóttir


Bæn og handayfirlagning að hætti postulanna


Fjöldi manns sótti athöfnina


Seljakirkja er prýdd fögrum steindum gluggum eftir Einar Hákonarson, myndlistarmann

  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Starf

  • Viðburður

  • Prófastur

  • Biskup

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta