Vígslubiskupskosning

12. júní 2022

Vígslubiskupskosning

Hóladómkirkja - september 2019 - mynd: hsh

Nú stendur fyrir dyrum kosning til vígslubiskups á Hólum.

Tilnefningum til vígslubiskups í Hólaumdæmi lauk 24. maí síðastliðinn eins og kirkjan.is greindi frá hér. Alls voru 25 tilnefndir og nú liggur fyrir niðurstaða hverjir verða í kjöri.

Í starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa má lesa í 4. og 5. gr. hverjir hafa kosningarrétt. 

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í gær:

Tilkynning frá kjörstjórn þjóðkirkjunnar

Niðurstaða tilnefninga vegna kosningar vígslubiskups á Hólum liggur nú fyrir.

Tveir af þeim 25 sem tilnefnd voru eru í kjöri en það eru:

Sr. Gísli Gunnarsson
Sr. Þorgrímur Daníelsson


Þetta tilkynnist hér með.

Kosning fer fram 23. til 28. júní nk.

Fyrir hönd kjörstjórnar

Ragnhildur Benediktsdóttir

hsh

 

  • Kirkjustarf

  • Kosningar

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Vígslubiskup

  • Frétt

Fjölskylduráðgjafarnir Eiríkur og Jenný - mynd: Vigfús Bjarni Albertsson

Stórt skref

12. ágú. 2022
…þjónusta við fjölskyldur fanga
Altari Hóladómkirkju - glæsileg altarisbríkin (altaristaflan) er frá upphafi 16. aldar og hefur varðveist mjög vel - mynd: hsh

Viðburðarík Hólahátíð

11. ágú. 2022
...biskupsvígsla og margt fleira um að vera heima á Hólum
Kristín Kristjánsdóttir, djákni - mynd: Pétur Ragnhildarson

Kristín ráðin

09. ágú. 2022
...djákni í Grafarvogssókn