Blómstrandi orgelsumar

30. júní 2022

Blómstrandi orgelsumar

Orgel Hallgrímskirkju er stærsta orgel landsins - mynd: hsh

Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2022 hefst sunnudaginn 3. júlí kl. 17.00 og stendur til 21. ágúst í sumar.

Upphafstónleikar Orgelsumarsins verða á morgun, kl. 17.00. Þar koma fram Matthías Harðarson, orgelleikari og Charlotta Guðný Harðardóttir, píanóleikari sem flytja verk fyrir orgel og píanó eftir Widor, Franck, Dupré, Sigurð Sævarsson og Alain.

Fjórtán íslenskir og erlendir organistar leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst.

Á Menningarnótt verður orgelmaraþon þar sem fjölmargir nemendur Björns Steinars Sólbergssonar, organista í Hallgrímskirkju, munu koma fram í kirkjunni.

Orgelsumrinu lýkur svo með lokatónleikum sunnudaginn 21. ágúst.

hsh

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Frétt

Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.
Tónleikar.png - mynd

Kristnir flóttamenn frá NAGORNO KARABAKH

12. nóv. 2025
STYRKTARTÓNLEIKAR fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30 - 21:30 í Dómkirkjunni
Kirkjuklukka.jpg - mynd

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti

07. nóv. 2025
...dagur gegn einelti 8. nóvember