Doktor í Brussel

4. júlí 2022

Doktor í Brussel

Dr. Guðmundur Björn við doktorsvörnina í Brussel - mynd: Haraldur Hreinsson

Föstudaginn sl. 1. júlí varði Guðmundur Björn Þorbjörnsson, guðfræðingur og heimspekingur, doktorsritgerð í heimspeki. Vörnin fór fram í Vrije Universiteit í Brussel en Guðmundur stundaði doktorsnám samhliða við Vrije Universiteit Brussel og Háskóla Íslands.

Leiðbeinendur hans voru Karl Verstrynge, prófessor við Vrije Universiteit og Vilhjálmur Árnason, prófessor við Háskóla Íslands.

Ritgerð Guðmundar ber titilinn „The world continues: Kierkegaard’s repetition and recollection in hyper-connectivity“ og í henni greinir Guðmundur verk danska guðfræðingsins og heimspekingsins Søren Kierkegaard með það að augnamiði að varpa ljósi á nútímann. Þar notast hann m.a. við hugtök á borð við endurtekninguna og endurminninguna og beinir í greiningu sinni sérstakri athygli að hinni sítengdu nútímamanneskju sem lifir og hrærist á internetinu, samfélags- og stefnumótamiðlum.

Þess skal getið að Guðmundur Björn er annar Íslendingurinn til að ljúka doktorsritgerð um Søren Kierkegaard. Hinn er dr. Gígja Gísladóttir sem varði doktorsritgerð sína við háskólann í Austin í Texas 1991.

Guðmundur Björn er fæddur 12. maí 1986 og lauk BA-prófi í guðfræði árið 2009 og embættisprófi árið 2010 frá Háskóla Íslands. Hann lauk meistaraprófi í heimspeki frá Kaupmannahafnarháskóla 2012. Undanfarin ár hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV.

Kirkjan.is óskar dr. Guðmundi Birni Þorbjörnssyni til hamingju með lærdómsgráðuna.

hsh


  • Menning

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Frétt

  • Fréttin er uppfærð

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Haustfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

25. sep. 2023
....æskulýðsmál og húmor til umræðu
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir varaforseti LWF

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir kjörin varaforseti Lútherska Heimssambandsins

22. sep. 2023
.....sjö varaforsetar frá sjö svæðum
Skálholtsdómkirkja

Endurmenntun presta og djákna í Skálholti

22. sep. 2023
......26.-28. september