Söngur við hafið

11. júlí 2022

Söngur við hafið

Í Hvalsneskirkju - kórloft, dúfa úr tré, tákn heilags anda - hún er líka friðartákn en lagið Friður á jörðu verður sungið í kirkjunni annað kvöld ásamt fjölda annarra laga - mynd: hsh

Sumartónleikarnir í Hvalsneskirkju hafa verð ágætlega sóttir enda dagskráin vönduð og listamennirnir sem koma fram eru í fremstu röð.

Kirkjan.is ræddi við Bjarni Thor Kristinsson, söngvara, sem mun syngja á tónleikunum ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur, píanóleikara, á morgun, þriðjudaginn 12. júlí, kl. 19.30.

„Ég bý á Íslandi en syng víða, starfa í lausamennsku, og síðustu misserin hef ég verið að syngja í Köln,“ segir Bjarni Thor.

Bjarni Thor er á kunnugum slóðum þegar hann er á Reykjanesinu því hann ólst upp í Garðinum. „Já, og enn nærri gamla varnarliðssvæðinu,“ segir hann.

Hvað varð til þess að piltur úr Garðinum lærði óperusöng?

„Vinur minn sem var í söngtímum dró mig með sér í tíma – og áður en ég vissi af var ég farinn að vinna við söng,“ svarar Bjarni Thor. Hann sótti nám í tónlist bæði hér heima og í Vínarborg. Bjarni Thor er bassasöngvari.

Og hvað á að syngja á morgun?

„Tónleikarnir taka mið af þessu sérstaka umhverfi Miðnesheiðarinnar á sínum tíma og við látum ameríska slagaraa mæta þar íslenskum sönglögum,“ segir Bjarni Thor, „og allt á rólegu nótunum.“

Bjarni Thor ætlar að syngja nokkur lög sem voru vinsæl um miðja síðustu öld og jafnvel fyrr – eins og Ma Curly Headed Baby og Ol' Man River. Og að sjálfsögðu Suðurnesjamenn - einnig: Friður á jörðu. Lagalistann má sjá hér fyrir neðan.

„Við ætlum að reyna að skapa afslappaða stemningu á stuttum tónleikum í þessari fallegu kirkju,“ segir Bjarni Thor í lokin.

Þess má geta að Hvalsneskirkja er eftirsótt kirkja meðal annars fyrir það hve góður hljómburður er í henni. 

Tónleikarnir eru hluti af tónleikarröðinni Sumartónar í Hvalsneskirkju og eru styrktir af Uppbyggingasjóði Suðurnesja og Tónlistarsjóði.

Facebókarsíða Menning á Miðnesheiði.

hsh


Bjarni Thor Kristinsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir


(Skjáskot)

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Frétt

Orgelkrakkar.jpg - mynd

Orgelkrakkahátíð í Reykjavík

22. sep. 2022
.......ókeypis hátíð
Sr. Tómas Guðmundsson

Mikill höfðingi kveður

21. sep. 2022
.....sr. Tómas Guðmundsson látinn 96 ára að aldri
Kirkjuklukkur Miðgarðakirkju

Söfnun fyrir kirkjuklukkum

20. sep. 2022
....sérstök tengsl miilli Hallgrímskirkju og kirkjunnar í Grímsey