Söngur við hafið

11. júlí 2022

Söngur við hafið

Í Hvalsneskirkju - kórloft, dúfa úr tré, tákn heilags anda - hún er líka friðartákn en lagið Friður á jörðu verður sungið í kirkjunni annað kvöld ásamt fjölda annarra laga - mynd: hsh

Sumartónleikarnir í Hvalsneskirkju hafa verð ágætlega sóttir enda dagskráin vönduð og listamennirnir sem koma fram eru í fremstu röð.

Kirkjan.is ræddi við Bjarni Thor Kristinsson, söngvara, sem mun syngja á tónleikunum ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur, píanóleikara, á morgun, þriðjudaginn 12. júlí, kl. 19.30.

„Ég bý á Íslandi en syng víða, starfa í lausamennsku, og síðustu misserin hef ég verið að syngja í Köln,“ segir Bjarni Thor.

Bjarni Thor er á kunnugum slóðum þegar hann er á Reykjanesinu því hann ólst upp í Garðinum. „Já, og enn nærri gamla varnarliðssvæðinu,“ segir hann.

Hvað varð til þess að piltur úr Garðinum lærði óperusöng?

„Vinur minn sem var í söngtímum dró mig með sér í tíma – og áður en ég vissi af var ég farinn að vinna við söng,“ svarar Bjarni Thor. Hann sótti nám í tónlist bæði hér heima og í Vínarborg. Bjarni Thor er bassasöngvari.

Og hvað á að syngja á morgun?

„Tónleikarnir taka mið af þessu sérstaka umhverfi Miðnesheiðarinnar á sínum tíma og við látum ameríska slagaraa mæta þar íslenskum sönglögum,“ segir Bjarni Thor, „og allt á rólegu nótunum.“

Bjarni Thor ætlar að syngja nokkur lög sem voru vinsæl um miðja síðustu öld og jafnvel fyrr – eins og Ma Curly Headed Baby og Ol' Man River. Og að sjálfsögðu Suðurnesjamenn - einnig: Friður á jörðu. Lagalistann má sjá hér fyrir neðan.

„Við ætlum að reyna að skapa afslappaða stemningu á stuttum tónleikum í þessari fallegu kirkju,“ segir Bjarni Thor í lokin.

Þess má geta að Hvalsneskirkja er eftirsótt kirkja meðal annars fyrir það hve góður hljómburður er í henni. 

Tónleikarnir eru hluti af tónleikarröðinni Sumartónar í Hvalsneskirkju og eru styrktir af Uppbyggingasjóði Suðurnesja og Tónlistarsjóði.

Facebókarsíða Menning á Miðnesheiði.

hsh


Bjarni Thor Kristinsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir


(Skjáskot)

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Frétt

Forseti Íslands flytur hugvekju

Forseti fjallaði um áskoranir í lífi ungs fólks

14. okt. 2024
...á kirkjudegi í Bessastaðasókn
Hofskirkja í Vopnafirði

Laust starf sóknarprests við Hofsprestakall

14. okt. 2024
...auk þess tímabundin afleysing á Þórshöfn
Guðrún biskup í ræðustól

Biskup Íslands í Prag

11. okt. 2024
...á Evrópufundi Lútherska heimssambandsins