Syngjandi sumarsveifla

15. júlí 2022

Syngjandi sumarsveifla

Bústaðakirkja - mynd: hsh

Eins og undanfarin sumur fer helgihald í Bústaðakirkju fram á sunnudagskvöldum og hefst kl. 20.00. Þessi tími hefur fallið í góðan jarðveg hjá kirkjugestum. Helgihaldið er heimilislegt og með sálmum, bænum og hugleiðingu.

Sunnudaginn 17. júlí verður syngjandi sumarsveifla í kvöldmessunni í Bústaðakirkju. Það er sóknarpresturinn, sr. Þorvaldur Víðisson, sem sér um hana ásamt messuþjónum. Hann ætlar að fjalla meðal annars um trúarhugtakið og spyr: Hvað er að trúa? Hvað þýðir hugtakið trú í þínum huga?

„Við verðum bara tvö í tónlistardeildinni þetta kvöld og hlakka ég mikið til,“ segir altsöngkonan, Anna Sigríður Helgadóttir, þegar kirkjan.is spyr hana út í þátt tónlistarinnar. „Já, ég fæ að vera með honum Jónasi Þóri í tónlistarflutningnum, hann leikur á hammond orgelið og er engum líkur.“

Anna Sigga og Jónas Þórir leiða líka safnaðarsöng þar sem sálmar með syngjandi sveiflu verða aðallega á dagskrá.

Tónlistin
Anna Sigga er kröftugt söngkona og henni fylgir glaðværð og elskusemi. „Ég fékk að velja nokkur lög, sálma, en annars verður sungið: Ver mér nær, ó, Guð; Kyrie og Gloría; Amazing Grace; His eye is on the Sparrow; Swing Low, og að endingu Drottinn, Guðs sonur,“ segir hún glöð í bragði og bætir við: „Þetta verður vonandi ljúf stund þar sem kirkjugestir geta notið tónlistar og talaðs orðs og líka tekið undir.“

hsh


  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík
Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna