Þau sóttu um

22. júlí 2022

Þau sóttu um

Glerárkirkja - mynd: Sigurður Ægisson

Biskup Íslands óskaði eftir presti til þjónustu í Glerárprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. september 2022.

Umsóknarfrestur rann út 17. júlí síðastliðinn. 

Þrjú sóttu um og tvö óskuðu nafnleyndar:

Helga Bragadóttir, mag. theol.

Glerárprestakall
Prestakallið er í sveitarfélaginu Akureyrarkaupstað. Í því er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn. Sóknin er á samstarfssvæði með Akureyrarsókn, sem myndar Akureyrar- og Laugalandsprestakall.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

slg/hsh

 

  • Kirkjustarf

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Haustfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

25. sep. 2023
....æskulýðsmál og húmor til umræðu
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir varaforseti LWF

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir kjörin varaforseti Lútherska Heimssambandsins

22. sep. 2023
.....sjö varaforsetar frá sjö svæðum
Skálholtsdómkirkja

Endurmenntun presta og djákna í Skálholti

22. sep. 2023
......26.-28. september