Guðsþjónusta beggja siða á Skriðuklaustri
Frá vinstri: Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Egilsstaðaprestakalli, sr. Pétur Kovacik, prestur kaþólskra á Austurlandi, og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á HólumÍ gær, sunnudaginn 21. ágúst, var haldin samkirkjuleg guðsþjónusta við rústir hinnar fornu klausturkirkju á Skriðuklaustri.
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir leiddi stundina og predikaði. Sr. Pétur Kovacik prestur kaþólskra á Austurlandi las guðspjall og leiddi almenna kirkjubæn. Sr. Gylfi Jónsson las ritningarlestur og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum bað kollektubæn og blessaði í lok athafnar.
Organisti var Jón Ólafur Sigurðsson.
Sól skein í heiði og athöfnin var öll hin hátíðlegasta þar sem niður aldanna sveif yfir vötnum og kærleiksverkin sem unnin voru á þessum helga stað urðu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum áheyrenda þegar sr. Kristín Þórunn minntist þeirrar kærleiksþjónustu sem unnin var í Skriðuklaustri á árum áður.
Hún sagði meðal annars í predikun sinni:
slg


