Uppskeruguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju

28. ágúst 2022

Uppskeruguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju

Uppskeran var falleg - mynd: slg

Helgina 26.-28. ágúst var bæjarhátíð á Seltjarnarnesi þar sem ýmislegt var til skemmtunar. Seltjarnarneskirkja  var virkur þátttakandi í hátíðinni með hamónikkuleik organistans Friðriks Vignis Stefánssonar í Gróttu þar sem hann stóð fyrir söngstund á laugardeginum. Hann mætti þar á fjölskylduhátíð ásamt sóknarprestinum sr. Bjarna Þór Bjarnasyni. Þar sungu þeir með fólkinu lög sem allir þekkja fyrir utan Albertsbúð. Þetta var að sögn sóknarprestsins mjög skemmtilegt.

Sunnudaginn 28. ágúst var síðan árleg uppskeruguðsþjónusta í kirkjunni.

Að sögn sóknarprestsins sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar var aðdragandi þess að farið var að halda uppskeruguðsþjónustur í kirkjunni sá að hann hafði verið með uppskerumessur í Grafarvogskirkju árin 2007 til 2010. „Þegar ég koma á Nesið“ segir sr. Bjarni „í ágúst árið 2011 fór ég að undirbúa uppskerumessu í september það ár. Þannig að þetta er tólfta árið á Nesinu sem við gerum þetta. Í öll skiptin hefur Sölufélag garðyrkjumanna gefið okkur grænmeti fyrir litla grænmetismarkaðinn. Allur peningurinn hefur runnið til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar.“

Á sunnudaginn var kirkjan í græna litnum vegna þess að hún er í græna hverfinu á bæjarhátíðinni. Fréttaritari kirkjan.is var á staðnum og var vel tekið á móti fólki við kirkjudyr og boðið upp á heitan kaffisopa. Fjölmenni var í kirkjunni og eftir guðsþjónustuna var boðið upp á kaffi og með því. Þá gafst fólki kostur á að kaupa grænmetið og rauk það út eins og heitar lummur, en þar voru á boðstólum tómatar og agúrkur, kartöflur, spergilkál og blómkál og kínakál.

Á vef Seltjarnarnesbæjar má sjá eftirfarandi dagskrá hátíðarinnar:

Dagskrá bæjarhátíðarinnar er fjölskylduvæn og fjölbreytt en meðal viðburða eru Sjósund, Fjölskylduhátíð og hönnunarsýning í Gróttu, Bæjargrill, samsöngur og gleði á Vallarbrautarróló. BROT í Gallerí Gróttu, Speglaskúlpúr, BMX BRÓS sýning og þrautabraut við Björgunarsveitarhúsið, Græn uppskerumessa í kirkjunni og Fjölskyldufjör og þrautir í golfi í nýju inniaðstöðunni á Austurströnd og Sirkussýning í Bakkagarði.

slg

Smellið á myndirnar til að stækka þær


Myndir með frétt

Seltjarnarneskirkja -mynd slg
  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Frétt

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð