Ástin, ógnir og tækifæri

5. september 2022

Ástin, ógnir og tækifæri

Þriðjudaginn 6. september hefst dagskrá í suðursal Hallgrímskirkju um ástina, ógnir og tækifæri. Fræðsluröðin verður í hádeginu alla þriðjudaga í september og fram í október og er röðin framhald fyrirlestra um ástarrannsóknir síðastliðið vor.

 

Sr. Vigfús Bjarni Albertsson verður með fyrsta fyrirlesturinn og talar hann um fjölskylduna, ógnir og tækifæri 6. september. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir veltir fyrir sér því óútreiknanlag afli sem ástin er 13. september. Valgerður Ólafsdóttir ræðir um reynslu konu af ofbeldi 20. september. Elín Sigrún Jónsdóttir ræðir um tækifæri til að taka skref til aukinna lífsgæða 27. september og þann 4. október verður opið samtal um ástina og fjölskyldulífið, en þar geta öll þau sem koma tekið til máls og sagt sögur.
Á auglýsingu um fræðsluröðina segir:
„Það er gott að elska“ söng þjóðpopparinn Bubbi. „All you need is love“ sungu Bítlarnir. „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“ söng Páll postuli. Ástin er margvísleg, ást til maka, barna, foreldra, eigin sjálfs og náttúrunnar. Ást syngur í lífsgleði, en líka í sorg. Í hádeginu á þriðjudögum í Hallgrímskirkju verður rætt um ástina í fjölskyldum, ógnir og tækifæri.
Samverurnar verða kl. 12:10-13:00 í Suðursal kirkjunnar.
Dagskráin er á vegum Hallgrímskirkju og prestar kirkjunnar stýra samverunum.

slg




Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Fundur

  • Kirkjustarf

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Auglýsing

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Bústaðakirkju

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall