Minningarathöfn um Elísabetu drottningu

9. september 2022

Minningarathöfn um Elísabetu drottningu

Biskupsstofa, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Hallgrímskirkja munu standa fyrir minningarathöfn um Elísabetu drottningu sunnudaginn
18. september kl. 20:00

Athöfnin fer fram í Hallgrímskirkju, en sérstök tengsl eru á milli kirkjunnar og Ensku biskupakirkjunnar. Í Hallgrímskirkju hafa enskir jólasöngvar verið sungnir ár hvert síðan skömmu eftir að kórkjallari kirkjunnar var vígður. Í kirkjunni hafa anglíkanskar messur verið haldnar af og til með stuttum hléum, en samfellt frá árinu 2001 einu sinni í mánuði.

Organisti Hallgrímskirkju mun leika á orgelið og söngfólk úr Kór Hallgrímskirkju syngur.

Við athöfnina munu þjóna þau sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir.

Fólk getur tendrað ljós inni í kirkjunni til minningar um drottninguna.

Athöfnin fer fram á ensku og sálmarnir sem verða sungnir eiga það sammerkt að hafa verið uppáhalds sálmar Elísabetar drottningar.

Breski sendiherrann mun koma í þessa athöfn.

Allir eru hjartanlega velkomnir í Hallgrímskirkju þetta sunnudagskvöld.

 
slg

  • Andlát

  • Biskup

  • Kirkjustarf

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Alþjóðastarf

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní