Messa í Krýsuvíkurkirkju

14. september 2022

Messa í Krýsuvíkurkirkju

Krýsuvíkurkirkja er fallegt guðshús í látleysi sínu - mynd: Jónatan Garðarsson

Messa verður í hinni nýju Krísuvíkurkirkju nú um helgina 18.september kl. 14:00. Til stendur að messa í kirkjunni einu sinni að hausti og einu sinni að vori auk einnar sumarmessu. Sr. Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju messar, Guðmundur Sigurðsson leikur á ferðaorgel og Þórunn Vala Valdimarsdóttir syngur.

Kirkjan var vígð hinn 5. júní s.l. af sr.Kristjáni Val Ingólfssyni fyrrum vígslubiskupi í Skálholti.

Engin messuskylda er í Krýsuvík þar sem ekkert sóknarbarn er búsett þar en prestar Hafnarfjarðarkirkju vilja engu að síður halda uppi helgihaldi þar.

Auk messuhalds fara þar fram athafnir, eins og skírnir og hjónavígslur.

Allar upplýsingar um messuhald í Krýsuvíkurkirkju má finna á heimasíðu Hafnarfjarðrkirkju hafnarfjardarkirkja.is eða á facebook síðu kirkjunnar.

Auglýsingaskilti hefur nýlega verið komið upp fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju þar sem allar messuauglýsingar birtast. Þá fá öll sóknarbörn Hafnarfjarðarsóknar einnig sent safnaðarblað í heimahús nú í september.


slg


  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Viðburður

  • Kirkjustaðir

Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.
b578676b-cfe9-48fa-a1b7-5534283b24dc.jpg - mynd

Samstaða og samhugur með Úkraínu

10. okt. 2025
Heimsókn biskupa norðurlandanna hafði djúpstæð áhrif á þau.