Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

15. september 2022

Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla verður í Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag 18.september og fer athöfnin fram kl.13:00

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir vígsluþegana, en þær eru Hafdís Davíðsdóttir sem vígist til Laufásprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back sem vígist til Borgarprestakalls í Vesturlandsprófastsdæmi og Helga Bragadóttir sem vígist til Glerárprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Vígsluvottar verða sr. Bragi J. Ingibergsson, sr. Hildur Björk Hörpudóttir, sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi og sr. Jón Ármann Gíslason prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi sem lýsir vígslu.

Sr. Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari.
Athöfnin er öllum opin.

slg


  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Vígsla

  • Biskup

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut