Mikill höfðingi kveður

21. september 2022

Mikill höfðingi kveður

Sr. Tómas Guðmundsson

Látinn er í Reykjavík sr. Tómas Guðmundsson fyrrum sóknarprestur á Patreksfirði og í Hveragerði.

Sr. Tómas var fæddur 28. apríl árið 1926 og var því 96 ára þegar hann kvaddi.

Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní árið 1950 og lauk cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands 17. maí 1955.

Hann var skipaður sóknarprestur í Patreksfjarðarprestakalli 4. janúar 1956 frá 1. janúar sama ár og vígður 8. janúar.

Hann fékk lausn frá embætti 1. apríl 1970.

Honum var veitt Hveragerðisprestakall 24. október 1970 frá 15. sama mánaðar.

Sr. Tómas var skipaður prófastur í Árnesprófastsdæmi frá 1. nóvember 1986.

Hann fékk lausn frá prests- og prófastsembætti 1. október 1995.

Sr. Tómas þjónaði Hveragerðis- og Kotstrandarsókn í tæpan aldarfjórðung. Framan af þjónaði hann einnig Hjalla, Þorlákshöfn og Selvogi og var prestakallið þá eitt það stærsta á Suðurlandi.

Eftir að sr. Tómas lét af störfum sinnti hann afleysingum og aðstoðarprestsþjónustu bæði á Vestfjörðum og hér sunnan heiða.

Sr. Tómas var hár maður á vexti, dökkur yfirlitum og hafði hlýja nærveru. Kímnigáfa hans var einstök. Hann gat verið ákveðinn og einbeittur stjórnandi. Hann hafði unun af því að segja sögur og talaði þá oft lágum rómi með bros á vör.

Eftirlifandi eiginkona hans er Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir iðjuþjálfi og eiga þau þrjú börn.


  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Andlát

Háteigskirkja

Laust starf

30. apr. 2024
...prests í Háteigsprestakalli
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson

Sr. Sigurvin Lárus ráðinn prestur

30. apr. 2024
…í Garðaprestakall
Lokahátíð barnastarfsins í Akureyrarkirkju.jpg - mynd

Lokahátíð barnastarfs Akureyrarkirkju 2024

29. apr. 2024
...mikil tónlistrveisla