Orgelkrakkahátíð í Reykjavík

22. september 2022

Orgelkrakkahátíð í Reykjavík

Orgelkrakkahátíð verður haldin í Reykjavík dagana 25. september til 1.október.

Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu í Háteigskirkju sunnudaginn 25. september kl. 11:00 þar sem verður orgelkynning og leynigestur kemur í heimsókn.

Dagana á eftir er 2. bekk í öllum grunnskólum Reykjavíkur boðið á sýninguna Lítil saga úr orgelhúsi í þremur mismunandi kirkjum, Fella- og Hólakirkju, Grafarvogskirkju og Hallgrímskirkju.

Lokahátíðin verður svo í Hallgrímskirkju laugardaginn 1. október.
Þá verða tónleikar fyrir alla fjölskylduna kl. 12:00 þar sem leikin verða frægustu orgelverk sögunnar og Eurovision slagarar.

Eftir tónleikana verður boðið upp á orgelkrakkasmiðjur þar sem þátttakendum gefst kostur á að smíða lítið orgel og fá að lokum að prófa að spila á það.

Einnig gefst kostur á að skrá sig á orgelspunasmiðju þar sem tækifæri gefst til að fá að prófa að spila á stóra orgelið.

Engrar kunnáttu er krafist og öll sem áhuga hafa geta verið með!

Allar nánari upplýsingar um dagskrá lokahátíðarinnar og skráningar á smiðjur má finna á facebook.com/orgelkrakkar  og á hallgrimskirkja.is
Ókeypis er á alla auglýsta viðburði Orgelkrakkahátíðar í Reykjavík og öll eru hjartanlega velkomin!

Hér er youtube kynningarmyndband um hátíðina:
https://www.youtube.com/watch?v=UZbGA0PXhO8

 

slgMyndir með frétt

Sigrún Þórsteinsdóttir og Guðný Einarsdóttir organistar
  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Menning

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

Sr. Tómas Guðmundsson

Mikill höfðingi kveður

21. sep. 2022
.....sr. Tómas Guðmundsson látinn 96 ára að aldri
Kirkjuklukkur Miðgarðakirkju

Söfnun fyrir kirkjuklukkum

20. sep. 2022
....sérstök tengsl miilli Hallgrímskirkju og kirkjunnar í Grímsey
Guðríðarkirkja -mynd-Hreinn Hákonarson

Laust prestsstarf

20. sep. 2022
....í Grafarholtsprestakalli