Seyðisfjarðarkirkja 100 ára

15. nóvember 2022

Seyðisfjarðarkirkja 100 ára

100 ára afmæli Seyðisfjarðarkirkju

Seyðisfjarðarkirkja eða Bláa kirkjan eins hún er oft kölluð varð hundrað ára í ár.

Kirkjan var teiknuð af Jóni G. Jónassyni málarameistara og var reist árin 1921-1922 að nokkru úr viðum Vestdalseyrarkirkju.

Kirkjan var síðan vígð þann 6. ágúst árið 1922.

Fyrr í haust eða 25. september var ráðgert að halda afmælishátíðina en þá skall á með svo miklu óveðri að fólk var varað við að vera á ferli innanbæjar á Seyðisfirði, hvað þá að reyna að fara yfir heiðar.

Þó var Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, komin á staðinn og ætlaði að taka þátt í hátíðahöldunum, en var þess í stað veðurteppt í 3 daga fyrir austan, enda ekkert flogið á meðan þessum hvelli stóð.

Gengur þessi lægð sem setti svo rækilega mark sitt á lífið á Austurlandi, undir heitinu biskupsveðrið!

En sunnudaginn 13. nóvember var aftur blásið til afmælisfagnaðar.

Að sögn sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur prests í Egilsstaðaprestakalli og tengiliðar kirkjan.is á Austurlandi var mikið um dýrðir í Seyðisfjarðarkirkju þennan dag.

Hún sagði:

„Við hátíðarmessu söng kór Seyðisfjarðarkirkju undir stjórn Rusu Petriashvili og Múlakvartettinn undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar.

Vigdís Klara Aradottir lék a klarinett.“

Prestar í prestakallinu þjónuðu, en þau eru auk sr. Kristínar sr. Þorgeir Arason sóknarprestur og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur og sérstakur þjónn Seyðfirðinga.

Sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup í Hólaumdæmi predikaði.

Sr. Kristín Þórunn sagði jafnframt:

„Sr. Gísli gerði að umtalsefni sínu sögu kirkjunnar og merkingu hennar í samfélaginu í gegnum tíðina. Hann vísaði einnig í eigin sögu, enda á sr. Gísli og hans fólk ættir að rekja til Seyðisfjarðar.

Í guðsþjónustunni var einnig nýrri sálmabók íslensku kirkjunnar veitt viðtaka af sr. Sigríði Rún Tryggvadóttur prófasti Austurlandsprófastsdæmis og bókin helguð með notkun.“

Að lokum sagði sr. Kristín:


„Mjög góð messusókn var á afmælishátíðinni, enda eru Seyðfirðingar trúir sinni kirkju og styðja við hana með ráðum og dáð.

Eftir guðsþjónustuna bauð afmælisnefndin, sem starfað hefur ötullega að undirbúningi viðburðarins, í glæsilegt messukaffi í Herðubreið.

Þar fengu veislugestir líka að njóta tónlistar ungra Seyðfirðinga.

Við fyrir austan erum þakklát og glöð fyrir þessa hátíðlegu og gefandi stund og þökkum fyrir Bláu kirkjuna og allt sem hún stendur fyrir í samfélaginu okkar.“

Að sögn sr. Sigríðar Rúnar prófasts voru kirkjugestir vel yfir 100, heimafólk, brottfluttir Seyðfirðingar og sveitungar ofan af Héraði og víðar.

Og sr. Sigríður bætti við:

„Sóknarnefndin samþykkti að skipa afmælisnefnd og frá áramótum hefur nefndin verið að hittast og skipuleggja.

Auk hátiðarmessunnar stendur til að hafa sérstaka barnahátíð á fyrsta sunnudegi aðventu og mynda- og sögusýningu um miðjan desember.

Formaður afmælisnefndar er Arnbjörg Sveinsdóttir.

Formaður sóknarnefndar og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.

Viðstöddum var boðið að þiggja kaffiveitingar í félagsheimilnu Herðubreið að messu lokinni.

Þar flutti formaður afmælisnefndar ávarp svo og formaður sóknarnefndar.

Guðrún Adela Salberg Danjálsdóttir flutti nokkur lög.

Ég er full þakklætis - allt gekk framar vonum.“

sagði sr. Sigríður Rún að lokum.




slg



Myndir með frétt

  • Biskup

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Sóknarnefndir

  • Vígslubiskup

  • Barnastarf

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut
Sr. Þorvaldur Víðisson

Sr. Þorvaldur skipaður prófastur

18. apr. 2024
...í Reykjavíkurprófastdsdæmi vestra