Sterk kirkja staðnar ekki!

18. nóvember 2022

Sterk kirkja staðnar ekki!

Elín Elísabet kynnir fræðslustefnuna á kirkjuþingi -mynd Drífa Hjartardóttir

Fræðsla um kristna trú og hvernig hún nýtist í daglegu lífi okkar er afar mikilvæg í því samfélagi sem við lifum í dag þegar upplýsingastreymið er svo mikið sem raun ber vitni.

Þegar fréttaritari kirkjan.is talaði við Drífu Hjartardóttur forseta kirkjuþings fyrir setningu þingsins nú í haust sagði hún aðspurð um mikilvægustu mál þessa kirkjuþings:

Það sem mér finnst mikilvægast eru æskulýðsmálin og fræðslustefnan.
Það er það mikilvægasta sem við eigum að gera núna að höfða til unga fólksins, barnanna og foreldranna.
Þetta er alveg gríðarlega flott stefna sem er komin og það verður gaman að fylgjast með þessu í framtíðinni.
Þetta er það allra mikilvægasta sem kirkjan þarf að vinna að núna, númer eitt tvö og þrjú hjá okkur er að sinna fræðslumálunum.

Ég hef svo mikla trú á henni Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur fræðslustjóra kirkjunnar, sem er að vinna að þessu.“

Umrædd fræðslustefna var samþykkt á fyrsta hluta kirkjuþings 2022-2023 í október síðast liðnum.

Fræðslustefnan ber yfirskriftina Tengsl, vöxtur og framlag.   Fræðslustefna frá vöggu til grafar.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Elínu Elísabetu og spurði hana um fræðslustefnuna.

Hún sagði:

„Í fræðslustefnunni er litið til þess ástands sem ríkir í samfélaginu vegna langvarandi ágjafar og afleiðinga af völdum heimsfaraldurs, stríðsátaka og þeirrar ógnar sem stafar af loftslagsbreytingum.

Um leið er tekið mið af því álagi sem kirkjan sjálf hefur orðið fyrir vegna þjóðfélags- og stjórnsýslulegra breytinga á undanförnum árum.

Því er hugað sérstaklega að starfsfólki sem sér um fræðslu- og safnaðarstarf.

Það er gert annars vegar með því að útvega aðgengilegt fræðsluefni, en hins vegar með námskeiðum og fundum um lausnamiðaða nálgun þegar kemur að uppbyggingu og framkvæmd fræðslu- og safnaðarstarfs.“

 

Hvert er markmið stefnunnar?

„Heildarmarkmið fræðslustefnunnar byggir á þáttum sem snúa að eflingu og vexti kirkjustarfs annars vegar og framlagi kirkjunnar til samfélagsins hins vegar.

Því eru lagðir til þrír markmiðs- og matsþættir sem hafðir verða að leiðarljósi.

Þessa þætti er ómögulegt að aðskilja hvern frá öðrum enda styðja þeir hver við annan: Tengsl, vöxtur og framlag.

Tengsl, vegna þess að án tengsla við samfélagið verður kirkjan jaðarsett.

Vöxtur, því kirkjan vill að þau sem hana sækja vaxi og eflist sem einstaklingar en um leið að kirkjustarfið í allri sinni fjölbreytilegu mynd nái að dafna.

Síðast en ekki síst er það framlag kirkjunnar til samfélagsins.

Kirkja í nútíma samfélagi verður að gera sig gildandi og gera gagn.

 

Hvernig gerir hún það?


Framlag kirkjunnar með þessari fræðslustefnu er að stuðla að geðrækt og andlegri uppbyggingu fólks á öllum aldri.

Í stefnumótun kirkjunnar er áhersla lögð á unglinga og ungt fólk.

Í því er meðal annars falið að efla félagsfærni þar sem sérstaklega er horft til unglinga og ungs fólks.

Þar er byggt á rannsóknum sem vísa á alvarleika þess að verða hornreka.

 

Er þetta þá aðallega fyrir ungt fólk?


„Nei, fræðslustefnan inniheldur einnig ýmsa þætti sem styðja við aðra aldurshópa, enda er henni ætlað að mæta fólki á öllum aldri.

Fræðslustefnunni fylgja drög að aðgerðaráætlun sem er mjög spennandi.

En það er líka mikilvægt að vera vakandi gagnvart því sem er að gerast í þjóðfélaginu.“

Að lokum sagði Elín Elísabet og lagði áherslu á orð sín:

„Það er því ástæða til bjartsýni.    Sterk kirkja staðnar ekki!“

 

slg


  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Námskeið

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta