Annarri lotu Kirkjuþings 2022-2023 lauk á laugardag

28. nóvember 2022

Annarri lotu Kirkjuþings 2022-2023 lauk á laugardag

Ræðustóll og bjalla Kirkjuþings - mynd hsh

Kirkjuþing kom saman í safnaðarheimili Háteigskirkju á föstudag og laugardag.

Því lauk síðdegis laugrdaginn 26. nóvember.

Fimm mál voru afgreidd eftir síðari umræðu og tvö voru dregin tilbaka.


Allsherjarnefnd skilaði svohljóðandi nefndaráliti um skýrslu Biskups Íslands:

„Ljóst er að miklar breytingar hafa orðið á starfi biskupsstofu þegar biskupsstofa fór að starfa sem tvær stofur, biskupsstofa og rekstrarstofa.

Kirkjuþing þakkar starfsfólki fyrir það að mæta þessum breytingum með opnum huga og að hafa á liðnu ári tekið á sig aukin verkefni við fækkun starfsfólks.

Kirkjuþing bendir á að samkvæmt fimmtu grein starfsreglna um Þjónustumiðstöð þjóðkirkjunnar nr. 56/2021-2022  ber biskupsstofu og rekstrarstofu að senda frá sér sameiginlega skýrslu.

Kirkjuþing leggur til að sú skýrsla verði framvegis tekin fyrir í öllum nefndum.

Kirkjuþing hvetur biskupsstofu og rekstrarstofu til þess að hafa með sér gott samstarf.

Kirkjuþing vill þakka biskupi fyrir hennar starf á liðnu ári og ekki síst fyrir það hve sterkt hún hefur staðið opinberlega með fólki á flótta.

 

Fjárhagsnefnd skilaði nefndaráliti og þingsályktun, sem lesa má hér.Varðandi skýrslu um þörf fyrir djákna og presta skilaði allsherjarnefnd svohljóðandi þingsályktun:

„ Kirkjuþing þakkar fyrir greinargóða skýrslu starfshópsins og leggur til að skýrslunni verði vísað til biskupafundar til hliðsjónar við árlega endurskoðun sína á skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma.

Kirkjuþing leggur áherslu á að hlutverk biskupafundar er meðal annars að gera tillögur um breytingar á skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma á grundvelli starfsreglna, þingsályktana og stefnumörkunar kirkjuþings og býr mál er varða breytingar í þeim efnum í hendur kirkjuþings, sbr. 5 gr starfsreglna um biskupafund nr. 34/2022-2023.

Kirkjuþing hvetur biskupafund til náins samtals við sóknirnar í landinu við sameiningar og endurskipulag þjónustunnar í héraði, og leggur áherslu á að við breytingar sé tillit tekið til aðstæðna á hverjum stað.“


Þá var tillaga til þingsályktunar um endurskoðun starfsreglna um skipulag kirkjunnar í héraði samþykkt óbreytt.

Sjá 24. mál.

18. mál kirkjuþings var samþykkt með svohljóðandi breytingartillögu:
Kirkjuþing 2022-2023 samþykkir að fela forsætisnefnd að kanna með hvaða hætti sóknir geti safnað frjálsum fjárframlögum frá sóknarbörnum til að styðja við rekstur viðkomandi sóknar.

25. og 30. mál voru dregin til baka

Þá skilaði fjárhagsnefnd fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.


Þessari annarri lotu Kirkjuþings 2022-2023 lauk með því að kosið var í Jafnréttisnefnd.

Kosin voru:

Aðalmenn
Eiríkur Jóhannsson
Erla Karlsdóttir
Sigríður Rún Tryggvadóttir
Hildur Björk Hörpudóttir
Sindri Geir Óskarsson

Varamenn:
Dagur Fannar Magnússon
Berglind Hönnudóttir
Heiðrún Bjarnadóttir
Helga Jónsdóttir
Oddur Bjarni Þorkelsson

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings boðaði til síðustu lotu þessa kirkjuþings 10.-11. mars 2023.

 

slg


  • Flóttafólk

  • Kirkjustarf

  • Kirkjuþing

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut