Hún sótti um

29. nóvember 2022

Hún sótti um

Hafnarkirkja

Biskup Íslands hefur óskað eftir presti til þjónustu í Bjarnanesprestakalli í Suðurprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út 21. nóvember s.l.

Ein umsókn barst frá mag. theol. Karen Hjartardóttur.

 

Prestakallið


Í Bjarnanesprestakalli eru fimm sóknir.

Hafnarsókn er með langflesta íbúa eða rúmlega 1800, Bjarnanessókn með 250 íbúa, Brunnhólssókn með um 75 íbúa, Hofssókn um 240 og Kálfafellsstaðarsókn með um 115 íbúa.

Samtals eru í prestakallinu um 2500 íbúar.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna–biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.


Fyrirvari

Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall.

Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.


slg




Myndir með frétt

  • Biskup

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Auglýsing

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta