Sr. Hildur Björk Hörpudóttir sett í embætti

29. nóvember 2022

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir sett í embætti

Fyrsti sunnudagur í aðventu var nokkuð annasamur í Reykholtsprestakalli.

Síðdegis var fjölskylduhelgistund í Hvanneyrarkirkju þar sem fjöldi fólks og barna kom saman og söng jólalög, fermingarbörn lásu jólaguðspjallið og sögð var jólasaga.

Sóknin gaf öllum börnunum fallegu bókina hennar Elínar Elísabetar Jóhannsdóttir, Það er svo mikið í húfi hjá Stúfi og kveikt var á stóra jólatrénu fyrir framan kirkjuna.

Þar var haldið áfram að syngja og dansa og svo var öllum boðið í Skemmuna, safnaðarheimili Hvanneyrarkirkju, þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði.

Eyjólfur Kristjánsson spilaði á gítar og söng fyrir gesti.


Klukkan 20:00 um kvöldið fór fram innsetningarmessa sr. Hildar Bjarkar Hörpudóttur í Reykholtskirkju, en henni hafði tvívegis verið frestað vegna covid og var þessi dagsetning svo ákveðin í haust, en sr. Hildur tók við Reykholtsprestakalli þann 1.maí 2021.

Sr. Gunnar Eiríkur Hauksson nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi setti hana í embætti og með þeim þjónuðu í messunni sr. Geir Waage fyrrum sóknarprestur í Reykholti og sr. Anna Eiríksdóttir sóknarprestur í Stafholti.

Barnakór kirkjunnar og kirkjukór Reykholtskirkju sungu undir stjórn Dóru Ernu Ásbjörnsdóttur organista og sr. Hildur Björk predikaði.

Í predikun sinni ræddi hún um vonina sem fylgir nýju kirkjuári og aðventunni og sagði að það sé aldrei jafn mikilvægt og á þessum tímamótum, í upphafi kirkjuárs, að ákveða hvernig við viljum hafa kirkjuna okkar og fyrir hvað hún eigi að standa.

Hún sagði:

„Við höfum sem einstaklingar öll þörf fyrir að tilheyra hóp eða heild þar sem við finnum að við erum velkomin og nærveru okkar er óskað.
Þannig á kirkjan að vera að það sé von og kærleikur sem tengir okkur saman og gerir okkur sterkari en við gætum nokkurn tímann staðið í eigin krafti.
Slíkan samfélagskraft þurfum við nú að nýta til að gæta að kirkjunni okkar, sinna bæði steypu og andlegu viðhaldi og sjá til þess að komandi kynslóðir gangi inn í hana full vonar og af gleði.“



Reykholtsprestakall var sameinað úr Reykholtsprestakalli og Hvanneyrarprestakalli og heitir hið nýja prestakall Reykholtsprestakall.

Sex sóknir eru í prestkallinu og níu kirkjur.

Þær eru Reykholtskirkja, Hvanneyrarkirkja, Bæjarkirkja, Lundarkirkja, Fitjakirkja, Gilsbakkakirkja, Síðumúlakirkja, Stóra-Ás kirkja og kapellan á Húsafelli.

Heildar íbúafjöldi á svæðinu er ríflega þúsund.


slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Æskulýðsmál

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta