Hátíðlegir viðburðir á aðventu

30. nóvember 2022

Hátíðlegir viðburðir á aðventu

Ólafsvíkurkirkja

Fyrsti sunnudagur í aðventu er viðburðaríkur dagur í kirkjum landsins eins og fram hefur komið á kirkjan.is.

Alla aðventuna má þó finna hátíðlega viðburði sem lýsa vel því hvað kirkjan er öflug um allt land.

 

Vestur á Snæfllsnesi er mikið um að vera, sem eftrirfarandi dæmi sýna:


Í Ólafsvíkurkirkju var aðventustund fyrsta sunnudag í aðventu í umsjón Kvenfélags Ólafsvíkur.

Á þeirri stund var mikil tónlist, barnakór og einsöngur, harmonikkuleikur í andyri fyrir stundina og svo smákökuhressing eftir athöfnina.

 

Samkór Snæfellsness stendur fyrir þremur jólatónleikum á aðventunni.

Sá fyrsti var í Grundarfjarðarkirkju 28. nóvember.

Næsti verður í Stykkishólmskirkju 30. nóvember kl. 20.00 og sá síðasti í Ólafsvíkurkirkju 2. desember kl. 20.00.


Á öðrum sunnudegi í aðventu verður aðventukvöld í Ingjaldshólskirkju kl. 17.00.

Þar verða tónlistaratriði, samsöngur, jólasaga og hugleiðing.

Umsjón með aðventukvöldinu hefur Kirkjukór Ingjaldshólskirkju.

 

Aðventukvöld verður í Grundarfjarðarkirkju 13. desember kl. 20.00.

Þar mun kirkjukórinn syngja og sr. Aðalsteinn Þorvaldsson sóknarprestur talar.

Ræðumaður segir frá jólunum sínum og upplifunum á jólum.

 

Tónleikar verða í Ólafsvíkurkirkju 16. desember kl. 18.00.

Snæfellingarnir Sylvía, Lárus og Hólmgeir halda hátíðartónleika.


Tónleikar verða síðan í Grundarfjarðarkirkju 18. desember kl. 18.00.

Snæfellingarnir Sylvía, Lárus og Hólmgeir halda hátíðartónleika.

 

Tónleikar verða í Grundarfjarðarkirkju 21. des. kl. 20.00.

Heimafólkið og söngkonurnar Sylvía, Jóhanna, Heiðrún, Rakel, Ragnheiður, Amí og Ólöf Gígja verða með jóla kósý stund.

 

Á aðventunni er boðið upp á hátíðlega dagskrá í þessum þremur kirkjum og tilvalið að njóta þess í aðventublíðunni.
slgMyndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Kirkjustaðir

Barnakór 2.png - mynd

Barnakór Fossvogs í Bústaðakirkju með nýju sniði

27. feb. 2024
.....í samstarfi við Tónlistarskóla Grafarvogs
Lágafellskirkja

Barnakór Lágafellskirkju tekur virkan þátt í samfélaginu

26. feb. 2024
....eldri- og yngri barnakór