Samverustundir í skóinn

9. desember 2022

Samverustundir í skóinn

Nýtt jóladagatal barnastarfs kirkjunnar hefur litið dagsins ljós.

Um er að ræða 13 örmyndbönd.

Fyrsta myndbandið er birt sama dag og börnin fá að setja skóinn sinn út í glugga.

Flest börn gera það að kvöldi 11.desember.

Nýtt myndband opnast á hverjum degi allt til jóla.

Myndböndin og hugmyndir að samverustundum sem þau vísa á, er að finna á facebooksíðunni: Barnastarf kirkjunnar.

Auk þess verður myndböndunum dreift um vefinn allt fram að jólum.

Markmiðið er að minna foreldra á mikilvægi samverustunda með börnunum.

Yfirskrift myndbandanna er „Sjáðu mig!".

Ef til vill vilja einhverjir af jólasveinum landsins gefa börnum samverustundir í skóinn í stað sælgætis eða smáhluta.

Þá gæti jólasveinninn sett bréf í skóinn með heiti samverustundar dagsins.

Foreldrar og börn geta síðan horft á myndband dagsins og fundið nánari lýsingu á verkefninu á facebook síðu Barnastarfs kirkjunnar og framkvæmt þær sama dag.

En af hverju varð jólasveinn fyrir valinu?

"Jólasveininn sem setur í skóinn er hluti af íslenskri barnamenningu en þannig gegnir hann um leið stóru hlutverki þegar kemur að jákvæðum samskiptum foreldra og barna á aðventunni"

segir Elín Elísabet Jóhannsdóttir, sem fer fyrir fræðslusviði biskupsstofu. 

Og hún heldur áfram:

„ Í barnastarfi kirkjunnar viljum við undirstrika mikilvægi góðra samskipta og samverustunda foreldra og barna allan ársins hring.

Myndböndin tengjast myndunum sem börnin fá þegar þau koma í sunnudagaskólann.

Aftan á þeim er QR kóði sem foreldrar geta farið inn á með símanum sínum.

Kóðinn vísar á ótal hugmyndir að skemmtilegum og þroskandi verkefnum sem foreldrar og börn geta gert saman."

 

Myndböndin eru unnin af Mamba framleiðsla og Risamyndum ehf.

 

slg


  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Nýjung

  • Samfélag

  • Barnastarf

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut