Helgileikir í kirkjum landsins

23. desember 2022

Helgileikir í kirkjum landsins

Helgileikur í Akureyrarkirkju

Á aðventunni hafa börn um allt land tekið þátt í helgileikjum og kórsöng.

Um jólahátíðina sjálfa taka börn einnig þátt í helgihaldi kirkjunnar á sama hátt.

Algengt er að á öðrum degi jóla séu fjölskylduguðsþjónustur í kirkjum landsins þar sem höfðað er sérstaklega til barnanna.

Í fjölskylduguðsþjónustu í Akureyrarkirkju kl. 11:00 á öðrum degi jóla munu barnakórar kirkjunnar flytja helgileik.

Þetta hefur verið árlegur viðburður lengi, fyrir utan covid árin tvö og mikil spenna fyrir flutningnum í ár.

Svo er jólaball í safnaðarheimilinu eftir messu, með jólasveinum og skemmtilegheitum.


Barnakórar Akureyrarkirkju eru tveir.

Yngri barnakór Akureyrarkirkju er fyrir börn í 2.- 4. bekk grunnskóla og Eldri barnakór Akureyrarkirkju er fyrir börn í 5.- 10. bekk.

Kórarnir syngja við fjölskylduguðsþjónustur í Akureyrarkirkju og gleðja heimilisfólk öldrunarheimila bæjarins reglulega með söng.

Auk þess taka kórarnir þátt í alls kyns söngverkefnum og starfið er afar fjölbreytt.

Næst á dagskrá hjá kórunum er söngur í fyrrnefndri fjölskylduguðsþjónustu í Akureyrarkirkju á öðrum degi jóla.

Þar flytja kórarnir einnig helgileik sem er þaulæfður og fastur liður í helgihaldi kirkjunnar.

Meðfylgjandi mynd er tekin eftir vel heppnaða æfingu í vikunni fyrir jól.

 

slg

 


  • Barnastarf

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall