Sr. Gunnar Eiríkur settur í embætti prófasts

18. janúar 2023

Sr. Gunnar Eiríkur settur í embætti prófasts

Áslaug I. Kristjánsdóttir kirkjuvörður, Biskup Íslands, sr. Gunnar Eiríkur, sr. Snævar Jón og sr. Brynhildur

Það var mjög fallegt veður í Stykkishólmi sunnudaginn 15. janúar s.l. þegar Biskup Íslands setti sr.Gunnar Eirík Hauksson sóknarprest í Stykkishólmsprestakalli inn í embætti prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi.

Athöfnin fór fram í Stykkishólmskirkju.

Kirkjukórinn söng við athöfnina en stjórnandi hans er organistinn László Petö, sem er frá Ungverjalandi.

Kristjón Daðason, kennari við tónlistarskólann lék á trompet.

Tveir nágrannaprestar, sr. Brynhildur Óla- Elínardóttir sóknarprestur í Staðastaðaprestakalli og sr. Snævar Jón Andrésson sóknarprestur í Dalaprestakalli tóku þátt í athöfninni.

Kirkjuvörður var Áslaug I. Kristjánsdóttir.

Sr. Gunnar Eiríkur tekur við prófastsembættinu af sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni sem nýlega lét af embætti sóknarprests í Borgarprestakalli og prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi.

Sr. Gunnar Eiríkur er ekki alls ókunnugur prófastsstarfinu, en hann var prófastur í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi áður en það var sameinað Borgarfjarðarprófastsdæmi.

Eftir athöfnina naut fólk samfélags yfir kaffi og konfekti.

 

slg




  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall