Sr. Gunnar Eiríkur settur í embætti prófasts

18. janúar 2023

Sr. Gunnar Eiríkur settur í embætti prófasts

Áslaug I. Kristjánsdóttir kirkjuvörður, Biskup Íslands, sr. Gunnar Eiríkur, sr. Snævar Jón og sr. Brynhildur

Það var mjög fallegt veður í Stykkishólmi sunnudaginn 15. janúar s.l. þegar Biskup Íslands setti sr.Gunnar Eirík Hauksson sóknarprest í Stykkishólmsprestakalli inn í embætti prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi.

Athöfnin fór fram í Stykkishólmskirkju.

Kirkjukórinn söng við athöfnina en stjórnandi hans er organistinn László Petö, sem er frá Ungverjalandi.

Kristjón Daðason, kennari við tónlistarskólann lék á trompet.

Tveir nágrannaprestar, sr. Brynhildur Óla- Elínardóttir sóknarprestur í Staðastaðaprestakalli og sr. Snævar Jón Andrésson sóknarprestur í Dalaprestakalli tóku þátt í athöfninni.

Kirkjuvörður var Áslaug I. Kristjánsdóttir.

Sr. Gunnar Eiríkur tekur við prófastsembættinu af sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni sem nýlega lét af embætti sóknarprests í Borgarprestakalli og prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi.

Sr. Gunnar Eiríkur er ekki alls ókunnugur prófastsstarfinu, en hann var prófastur í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi áður en það var sameinað Borgarfjarðarprófastsdæmi.

Eftir athöfnina naut fólk samfélags yfir kaffi og konfekti.

 

slg




  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Hlaupið að bjöllunni

Spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi

22. mar. 2023
....krakkar frá Reyðarfirði unnu
Ólafsfjarðarkirkja og safnaðarheimili

Hún sótti um

21. mar. 2023
.......Ólafsfjörð
Lesið úr ritningunni í fjósi

Kirkjan til fólksins og kúnna

20. mar. 2023
.....messa í fjósi í Hreppunum